Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.2.2007 | 12:30
Baugur tilkynnir lendingu á flugvél forstjórans..
klukkutíma til þess að spjalla við saksóknara um ákærurnar. Gott að
vita að menn geti ráðið sínum ferðatíma sjálfir, ég bíð eftir því að
geta gert þetta sjálfur.
![]() |
Jón Ásgeir millilendir í yfirheyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2007 | 09:14
Blessuð sé minning þín...
lífið, það er ekkert betra en að liggja í sófanum og geta notað
fjarstýringuna til þess að hækka og lækka eða skipta um rás. Kæri
Robert þú hefur bjargað mörgum manninum og TAKK kærlega fyrir allt og
Guð blessi minningu þína.
![]() |
Skapari fjarstýringarinnar látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 16:42
Ef ég verð fjármálaráðherra...
18.2.2007 | 13:18
Dalvík best í heimi....
Í þessi fréttakorni um fiskvinnsluna í Dalvík kemur fram að stjórnendur Samherja hafa velt því fyrir sér hort þeir ættu að taka fyrstu skóflustunguna á næstu dögum eða að taka skóflustunga eftir næstu kosningar. Ástæðan fyrir þessum orðum Samherjamanna er sú staðreynd að fiskvinnslan og útgerðir landsins búa við mikið óöryggi. Á fjögura ára fresti setja stjórnmálaflokka fram stefnu sína fyrir kosningar og eru þær æði mismunandi. Einhverjir vilja viðhalda núverandi kerfi aðrir vilja umturna öllu. Það er ótrúlegt að ein af okkar stærstu atvinnugreinum þurfi að búa við svona mikið óöryggi. Ég bloggaði fyrir nokkru um fjárfestingar Bergs Hugins og Dala Rafns í Vestmannaeyjum, en þau útgerðafélög hafa fjárfest yfir 2.8 milljarða á síðustu árum í nýjum skipum og auknum veiðiheimildum. Það er með öllu ómögulegt að sjávarútvegurinn þurfi að búa við þetta óöryggi og grunar mig að útvegsmenn haldi oft að sér höndum í fjárfestingum vegna þessara óöryggis.
16.2.2007 | 19:49
Pólitísk tryggð...
stjórnmálaflokki. Þarf hann að kyngja flestu því sem æsta stjórn
ákveður eða má hann gagnrýna sína eigin flokksmenn. Ég tók mig til í
dag og las í gegnum blogið mitt hérna á mbl.is. Ég hef talsvert
gagnrýnt Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Ég hef lítið sem ekkert
rætt VG og Frjálslynda. En í öllum blogum um Sjálfstæðisflokkinn hef ég
gagnrýnt þá einstaklinga sem þar fara með völd. Ég tel að það sé ekkert
svo gott að ekki sé hægt að gagnrýna það. Ég t.d. hrósaði Lúlla Bedda
þingmanni Samfylkingarinnar vegna umræðu hans á Alþingi um stöðu
Vestmannaeyja. Mér hefur æði oft þótt nokkrir blogarar sem eru
flokksbundnir og taka virkan þátt í einhverjum stjórnmálaflokki sjá
allt vont hjá andstæðingunum og allt frábært hjá sínum mönnum og gagnrýna sjaldan sína menn eða konur.
Þegar ég tók sem mest þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum
árum fannst mér skemmtilegast að takast á við samflokksmenn mína um
stefnu flokksins, það þótti mér skemmtilegra en að taka þátt í
kosningavinnu vegna sveitastjórnar- eða Alþingiskosninga. Ég alla vega
vona að ég verði ekki svo blindur Sjálfstæðismaður að ég skoði ekki
hlutina með gagnrýnis augum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 17:57
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt....
Það er til land sem heitr Djibouti´s og er í Afríku, þetta er staðreynt sem ég vissi ekki fyrir hálftíma síðan. Segið svo að maður sé ekki að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.
http://en.wikipedia.org/wiki/Djibouti
![]() |
Forseti Djíbútís sækir Ísland heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2007 | 15:35
Ég ætla að kæra DV!!
![]() |
Bandarískt slúðurtímarit dæmt til að greiða Cameron Diaz skaðabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2007 | 12:10
nýtt Falun Gong mál í uppsiglingu?
útaf þessari ráðstefnu? Er viljið fyrir því að geyma þau í grunnskólum
á Reykjanesi eins og Falun Gongarana? Óháð því hvaða skoðun
einstaklingar hafa á þessari ráðstefnu þá komum við ekki í veg fyrir að
ferðamenn komi til landsins og hittist.
![]() |
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2007 | 10:45
Fjölskyldan Valhöll...
vinir Borgars Þórs Einarssonar formanns SUS séu að innrétta íbúðir í
kjallara og á 2-3 hæð Valhallar til þess að búa í. Ástæðan sé sú að
fjölskylda Geirs og vinir Borgars séu búinir að koma sér svo vel fyrir
í Valhöll að þau ætli að búa þar til framtíðar.
16.2.2007 | 07:14
Að vera metrómaður...
Metrómenn hafa verið í tísku undanfarin ár og hef ég margoft reynt að komast í þennan hóp. Ég hef prófað nokkrum sinnum að fá mér svokallaðar strípur með mis slæmum árangri. Eftir eina strípu meðferðina þá endaði ég með sítt að aftan og strípu línu til að greiða í hanakamp. Sagt er að metrómenn fari í klippingu á 3-4 vikna fresti. Núna 16.febrúar eru að vera tveir mánuðir frá því að ég fór í klippingu og nenni ég varla strax.
Einnig hef ég prufað að fara í ljós. Það er alltaf flott að hafa smá brunku á sér, það er ekkert fallegt að vera svona ljós á litinn eins og ég er dagsdaglega. Þá yfirleitt að ég fer í ljós þá brenni ég einhvern part á líkamanum. Fyrir morgum árum vildi ég hafa mig vel til fyrir ein jólin. Ég vippaði mér í sundlaugina í eyjum og panntaði tvöfaldan ljósatíma. Ég gleymdi að spyrja hvort perurnar væru nýjar í lampanum. Þessi jól einkenndust af sársauka aftan í kálfunum útaf bruna.
Svo eru það öll þessi krem og rakspýrar sem otað er að okkur karlpeningnum. Á Standstet flugvelli verslaði ég dýrum dómi fyrir tveimur árum einhvern pakka sem innhélt, raksápu, rakakrem, augnkrem, andlitsskrúb og eitthvað annað krem sem ég veit ekki hvað er. Þessi krem eru að gera mig brjálaðan. Þau taka allt of mikið pláss í snyrtitöskunni og geri ég ráð fyrir því að henda þessari fjárfestingu innan skamms.
En núna ætla ég að láta það vera að reyna að líta út eins og Brad Pitt, David Beckham og allir þessi metrómenn ég hef ákveðið að velja mér nýjafyrirmynd. Núna ætla ég að reyna að líta út eins og Jón Ásgeir, hann mun seint kallast metrómaður. Hann er maðurinn sem Gjallarhornið vill verða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)