Að vera metrómaður...

30_david_beckhamMetrómenn hafa verið í tísku undanfarin ár og hef ég margoft reynt að komast í þennan hóp. Ég hef prófað nokkrum sinnum að fá mér svokallaðar strípur með mis slæmum árangri. Eftir eina strípu meðferðina þá endaði ég með sítt að aftan og strípu línu til að greiða í hanakamp. Sagt er að metrómenn fari í klippingu á 3-4 vikna fresti. Núna 16.febrúar eru að vera tveir mánuðir frá því að ég fór í klippingu og nenni ég varla strax.
Einnig hef ég prufað að fara í ljós. Það er alltaf flott að hafa smá brunku á sér, það er ekkert fallegt að vera svona ljós á litinn eins og ég er dagsdaglega. Þá yfirleitt að ég fer í ljós þá brenni ég einhvern part á líkamanum. Fyrir morgum árum vildi ég hafa mig vel til fyrir ein jólin. Ég vippaði mér íjonasgeir sundlaugina í eyjum og panntaði tvöfaldan ljósatíma. Ég gleymdi að spyrja hvort perurnar væru nýjar í lampanum. Þessi jól einkenndust af sársauka aftan í kálfunum útaf bruna.
Svo eru það öll þessi krem og rakspýrar sem otað er að okkur karlpeningnum. Á Standstet flugvelli verslaði ég dýrum dómi fyrir tveimur árum einhvern pakka sem innhélt, raksápu, rakakrem, augnkrem, andlitsskrúb og eitthvað annað krem sem ég veit ekki hvað er. Þessi krem eru að gera mig brjálaðan. Þau taka allt of mikið pláss í snyrtitöskunni og geri ég ráð fyrir því að henda þessari fjárfestingu innan skamms.
En núna ætla ég að láta það vera að reyna að líta út eins og Brad Pitt, David Beckham og allir þessi metrómenn ég hef ákveðið að velja mér nýjafyrirmynd. Núna ætla ég að reyna að líta út eins og Jón Ásgeir, hann mun seint kallast metrómaður. Hann er maðurinn sem Gjallarhornið vill verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband