Dalvík best í heimi....

á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá fyrirætlunum Samherja að byggja upp eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús í heimi á Dalvík. Þetta eru frábærar fréttir og sýnir mikin dug og kjartk hjá útgerðarfyrirtækinu. Samherji er eitt öflugasta fyrirtæki landsins með mikin fjölda starfsmanna á Akureyri, Grindavík og Dalvík.
Í þessi fréttakorni um fiskvinnsluna í Dalvík kemur fram að stjórnendur Samherja hafa velt því fyrir sér hort þeir ættu að taka fyrstu skóflustunguna á næstu dögum eða að taka skóflustunga eftir næstu kosningar. Ástæðan fyrir þessum orðum Samherjamanna er sú staðreynd að fiskvinnslan og útgerðir landsins búa við mikið óöryggi. Á fjögura ára fresti setja stjórnmálaflokka fram stefnu sína fyrir kosningar og eru þær æði mismunandi. Einhverjir vilja viðhalda núverandi kerfi aðrir vilja umturna öllu. Það er ótrúlegt að ein af okkar stærstu atvinnugreinum þurfi að búa við svona mikið óöryggi. Ég bloggaði fyrir nokkru um fjárfestingar Bergs Hugins og Dala Rafns í Vestmannaeyjum, en þau útgerðafélög hafa fjárfest yfir 2.8 milljarða á síðustu árum  í nýjum skipum og auknum veiðiheimildum. Það er með öllu ómögulegt að sjávarútvegurinn þurfi að búa við þetta óöryggi og grunar mig að útvegsmenn haldi oft að sér höndum í fjárfestingum vegna þessara óöryggis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband