Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gott sound en tap á bréfunum.

FL Group er sem betur fer fyrir þá ekki þekkt að tapa peningum í sínum fjárfestingum en þeir hafa tapað á AMR í Bandaríkjunum og núna bætist Bang & Olufsen við á þann lista. Bang & Olufsen eru þekktir fyrir skemmtilega hönnun, góð gæði og hátt verð. Gjallarhornið hefur mjög svo áraðanlegar heimildir fyrir því að Hannes Smárason hafi verslað sér græjur í Fjölnisveginn fyrir fjárhæð sem er fyrir ofan 10 milljónir. Mig grunar að Hannes hafi ekki fengið nægilega góðan afslátt og því ákveðið að selja sinn hlut í Bangingu.
mbl.is FL Group selur hlutabréf í Bang & Olufsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekja í Dönum...

Ég hef setjið á þremur Norðurlandaráðsþingum ungmenna og á öllum þessum þingum hef ég lagt fram tillögu um að Danir gæfu Færeyjum og Grænlandi sjálfstæði og þegar ég las þessa frétt þá varð ég enn sannfærðari að Danir eiga að veita þessum þjóðum sjálfstæði óski þær eftir því.
Hvað eru Danir að vesenast í því að semja um veiðar á hval fyrir Grænlendinga, Danir hafa engan skilning á þessum veiðum og Grænlendingar eiga sjálfir að semja um þetta. Frændur vorir Danir eiga að sjá sóma sinn í því að leyfa þessum þjóðum að sjá um sín alþjóðamál sjálf.
mbl.is Ósk um aukinn hvalakvóta Grænlendinga stendur í Alþjóðahvalveiðiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera hetja!!!

Ég verð að segja það að ég skil ekki alveg þessa setningu í þessu viðtali við Hrafndísi „Ég er bara venjuleg manneskja og vildi ekki leika neina hetju," segir Hrafndís. Eins og Gjallarhornið sér þetta þá er Hrafndís að vinna í öryggisdeild Impregilo og á þess vegna að tryggja öryggistarfsmanna á svæðinu og sjá til þess að allt sé eftir réttum reglum, í mínum huga flokkast það ekki undir að leika hetju. Ef að satt er að aðstæður á Kárahnjúkum eru eins og porstúgalskir fjölmiðlar vilja vera láta þá hefur Hrafndís brugðist þessum portúgölsku starfmönnum og öðrum starfsmönnum Impregiló á svæðinu. Starfsmenn öryggisdeildar eiga að tryggja öryggið og það jú kannski rétt að Hrafndís er bara venjuleg manneska og vildi ekki leika hetju, en það þarf einmitt bara venjulega manneskju til þess að tryggja öryggið og sinna eftirliti um að allt sé samkvæmt reglum.


mbl.is „Vildi ekki leika hetju"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalistar verða alltaf til vandræða....

Það er alveg ótrúlegt hversu langt Hugo Chaves ætlar að ganga til að koma í veg fyrir að aðrar skoðanir en hans komi fram. Hann hefur nú þegar lokað einni sjónvarpstöð og fékk ríkisstöð merki þeirra gömlu sem var lokað. Svo hvetur hann stuðningsmenn sína að vera á varðbergi gegn valdaráni, þarna er hann bara að skipta þjóðinni í tvo flokka og allt mun þetta enda með einhverjum ósköpum.

 

Upplýsingar um Hugo Chavez á Wikipedia.com

 


mbl.is Chavez hótar að loka annarri sjónvarpsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Father like son....

Ferill Garðars Thors er rétt að byrja og Einar Bárðar virðist vera að ná frábærum árangri í markaðsetningu á Garðari Thor, en ég held að Garðars stæðsta stund hafi verið þegar hann söng "Im blowing bubbles" á heimavelli West Ham í vor. 

 



mbl.is Garðar stýrir Garðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæsapartý í bílnum..

Ég skil vel að Hulda hafi öskrað við það að fá gæs inn um framrúðuna og enn betur get ég skilið að gæsin hafi öskrað þessar síðustu stundir sínar. Það er með ólíkindum að sjá skemmdirnar á bílnum eftir fuglinn, gæs en nú ekki lítill fugl og ef að gæs á ferð og bíll á ferð mætast þá má búast við einhverjum skemmdum en svona skemmdir eru ótrúlegar. En þetta var sannkallað gæsapartý í bílnum.
mbl.is Fékk gæs inn um bílgluggann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

First we taka Manhatan....

Gjallarhorninu grunar að þetta sé fyrsta skrefið hjá Björgúlfi og Straumi í fjárfestingum í Bandaríkjunum. Íslenskir fjárfestar hafa lítið fjárfest í Bandaríkjunum og má segja að fjárfesting Baugs með Bónus Dollar Store sé eina stóra fjárfestinging í Bandaríkjunum hjá Íslenskum fjárfestum. Á síðasta ári fjárfesti FL Group í AMR og hafa þeir tapað á þeirri fjárfestingu miðar við gengi hlutabréfa AMR í dag.
Mig grunar sterklega að Björgúlfur og Jón Ásgeir fari að snúa sér í auknu mæli að fjárfestingum í Bandaríkjunum, Jón Ásgeir er t.d. nýbúinn að fjárfesta í íbúð í New York og sagði hann í viðtali við Jón Ársæl að á næsta ári myndu hann og Ingibjörg setjast að í New York.


mbl.is Ráðning nýs forstjóra Straums-Burðaráss sögð marka tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hux átti hugmyndina...

Pétur Gunnarsson www.hux.blog.is átti samkvæmt bloggi Össurar hugmyndina að ráðningu Einars Karls. En Össur bloggaði" Ég las á bloggi Péturs Gunnarssonar að rétt eftir að ég kom í ráðuneytið hefði skeiðað þar inn Einar Karl Haraldsson, og Pétur taldi því einsýnt að hann yrði aðstoðarmaður minn. Pétur lifir sennilega í öðrum heimi þessa dagana einsog margir góðir Framsóknarmenn. Einar Karl kom því miður hvergi nærri iðnaðarráðuneytinu í dag - en fjandi er þetta góð hugmynd hjá Pétri!"

 Kannski að Össur ráði Pétur sem ráðgjafa ráðherra en þeir ganga oftast undir nafninu aðstoðarmaður aðstoðarmanns en þeir sem hafa t.d. verið aðstoðarmenn aðstoðarmanna eru Mörður Árnason (Ólafur Ragnar ráðherra) og Þórlindur Kjartansson (Geir H Haarde) þannig að Pétur væri þá kominn hóp góðra manna.


mbl.is Einar Karl ráðinn aðstoðarmaður Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi elska...

Já hún stórvinkona mín hún L.Lo eins og við vinirnir köllum hana hringdi í mig alveg miður sín eftir þetta partý, hún hafði misst stjórn á drykkju sinni vegna þess að þarna voru einhverjir óprútnir náungar voru að ræða um það hvort hún hefði fengið sér silikon. Hún tók þessu auðvitað nærri sér og sagði ég henni að það sem skipti máli væri að við vinirnir hennar og fjölskylda vissum sannleikan í málinu.  Ég fékk hann inn á það að fara í meðferð og ætlar hún að fara í lok vikunnar. Ég hef hjálpað morgun með áfengisvandamálin sín. L.Lo, Britney, Jeltsin, Whitney Houston, dætur Bush og Eyþór Arnalds eru einstaklingar sem hringja reglulega í mig útaf sínum vandamálum. Það þarf að hafa mikla þolinmæði og lagni til að geta hjálpað þessu fræga fólki en það hefur bjargast hingað til.
mbl.is Lohan í meðferð að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þrái heimaslóð.........

Gott að vita að farfuglarnir séu komnir heim til eyja, þeir passa eyjuna fögru á meðan ég er í burtu. En mikið svakalega fær maður mikla heimþrá bara við það eitt að lesa svona frétt. Vestmannaeyjar eru og verða alltaf HEIM.
mbl.is Hvítur hrossagaukur hreiðrar um sig í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband