Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú liggja Danir í því...

Miðað við þau viðbrögð sem upp komu þegar Baugur og fleiri íslensk fyrirtæki hófu sínar fjárfestingar í Danmörku má búast við miklum skrifum þegar litla Færeyjar er farið að fjárfesta í Baunalandinu sjálfu. Nú er bara að bíða og sjá hvort að Grænlendingar fari ekki að hefja upp röst sína og klóra í þetta nýlenduveldi sem Danir halda að þeir séu.
mbl.is Færeyskur banki fjárfestir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir herrar láta vita af sér...

Það er greinilegt að Lárus Welding er að breyta aðeins áherslum Glitnis og nú á að taka Bretland með krafti. Lárus var forstöðumaður Landsbankans í London og því þekkir hann vel inn á þennan markað. Það verður gaman að fylgjast með því hvaða árangri Glitnir ná í Bretlandi, Bretar eru íhaldsamir og hlaupa ekki upp til handa og fóta þegar nýjir menn mæta í kaffi. 
mbl.is Glitnir með auglýsingaherferð á Bretlandseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spái sigri hjá enska liðinu...

Enska landsliðið hefur spilað skelfilega frá því að Steve McClaren tók við enska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi síðasta sumar. Koma David Beckham inn í landsliðið bætir vonandi stöðu enska liðsins enda Beckham leikreyndur leikmaður og frábær knattspyrnumaður. Ég mun typpa á sigur enska liðsins á móti Brasilíumönnum á Wembley á föstudaginn.
mbl.is Beckham mættur í slaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfullegt barnaefni...

Þetta er ekkert annað djöfullegt barnaefni ef að það sannast í Póllandi að þetta séu samkynhneigðir Stubbar Devil
mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Rússar?

Ég held að þeir skelli bara á þegar sendiherra Breta hringir í þá.
mbl.is Bretar óska formlega eftir því að Rússar framselji Lúgóvoj
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver stefnir Simbabve?

Ég held að þeir stefni til helvítis og að ástandið þarna lagast ekkert í bráð.
mbl.is Lögreglan í Simbabve sökuð um að berja stjórnarandstæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka lán fyrir læknisheimsókn...

Hausverkur er slæmur og hausverkur í 64 ár er virkilega slæmur. Ótrúlegt að konan skuli hafa lifað með kúlunni í öll þessi ár án þess að sýking skyldi myndast og drepa konuna.
Spaugilegu hlutirnir í þessari frétt er að það kemur fram að kúlan sé líklega Japönsk og að aðstandendur hafi tekið lán fyrir rannsóknum á konunni, þeir fá vonandi ekki hausverk af því að borga lánið.
mbl.is Höfuðverkurinn læknaður eftir 64 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum rauðhærða, vinstrimenn og örfætta...

Hleypum ekki minnihlutahópum inn á pöbbana á Íslandi, höfum alla eins og það verður ekkert vesen.
mbl.is Áströlsk krá meinar gagnkynhneigðum inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðmennskan uppmáluð hjá Írunum...

Það er naumast hvað Íranir ætla að vera góðir við nágrannaríki sín og aðstoða þau öll við það að framleiða kjarnavopn og kalla þetta þróun á kjarnorkutækni til friðsamlegra nota. Ég treysti þeim ekki og ég brosi ekki einu sinni yfir þessum slappa brandara þeirra.
mbl.is Íranar bjóðast til þess að aðstoða nágrannaríki sín við kjarnorkuþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síða Björns Bjarnasonar með flensu...

Þegar ég ætlaði að skoða síðuna hans Björn áðan þá var ekkert inn á henni, allur texti horfinn og allt tómt. Síðan er greinilega með einhverja flensu.

 

Uppfært: Síðan hefur verið löguð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband