Að skíta í buxurnar....

Hvernig ætli það sé að vakna við það að lögreglan og sérsveit
ríkislögreglustjórans sé að gera áhlaup á húsið þitt og þú ert sofandi.
Ég hefði klárlega skítið í brækurnar ef að lögreglan hefðu ruðst inn í
svefnherbergið.
mbl.is Kölluðu eftir aðstoð sérsveitarinnar vegna tilkynninga um skothvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Harðarson í jakkafötum...

Í mínum huga er Bjarni Harðarson einn af okkar flottustu og skemmtilegustu stjórnmálamönnum í landinu. Ég hef reynt að sjá hann í hvert skiptið sem hann kemur í sjónvarpið og þar er hann ætið skemmtilegur í svörum. Í dag horfði á Bjarna á Silfri Egils en það var breyting að sjá hann þar. Nú var karlinn mættur í jakkafötum, hér einu sinni var hann oftast í brúnni lopapeysu og sakna ég hennar. Það er ekki sæmandi frambjóðanda Framsóknarflokksins að mæta í bankafötum í sjónvarpsviðtal hann á að vera í bóndagallanum. Bjarni ég treysti á þig að þú farir í lopann aftur.

Breiðuvík.......

Ég hef alveg misst af þessu Breiðavíkurmáli í fréttunum síðustu daga
vegna veru minnar á skíðum. Ég er núna að horfa á þessa þætti og reyna
að fá einhverja mynd af því hvað átti sér stað þarna. Ég á eftir að sjá
viðtal við þennan fyrrverandi forstoðumann á staðnum. Miðað við þær
lýsingar sem þessir einstaklingar sem þurfti að dvelja þarna þá virðist
vera að allt hafi brugðist sem burgðist getur í kerfinu sem á verja
einskalinga fyrir verkum eins og þessu. Málið er skelfilegt en gott er
að það sé komið í umræðuna og vonandi getur hjálpar þetta eitthvað þeim
einstaklingum sem þarna þurftu að vera.

Gjallarhornið er á lífi..

Gjallarhornið er á lífi, síðustu vikuna hef ég alið manninn á skíðum í
Flachau í Austurrískuölpunum með fjölskyldu konunar. Áttum við þar
frábæra daga í sól og blíðu. Núna er markmiðið að ná úr sér
harðsperrunum eftir skíða- og brettaferðirnar. Gæðin voru á sínum stað,
fór nokkrum sinnum á andlitinu niður brekkuna en það er bara hollt.

Sturla sér um sína!!!!

Miðað við þessa frétt held ég að Sturla fái örugga fjóra þingmenn í næstu kosningum.


mbl.is Gert ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar að Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlýstir!!!!

Ég dett stundum inn á heimasíðu Interpol það er hægt að fara í Fugitives. Það er hægt að skoða myndir og upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og hægt er að leita eftir löndum.
Ég ætla að sýna nokkrar myndir af þeim einstaklingum sem að mínu mati eiga ljótustu fangamyndina af sér.
 
nydingur1Paul Jeffrey ANDERSON, eftirlýstur Í Bandaríkjunum vegna kynferðisbrota gegn börnum

 

 

 

 

 

fangi2
Elmanaa ANAYA, eftirlýstur af Túnis fyrir vopnasmygl.

 

 

 

 

 

fangi3

Chhaya KHATAO, eftirlýst í Ástralíu fyrir mannsal og þjófnað

 

 

 

 

 

 

bragi1bragi2

Ólafur Bragi Bragason, það eru tveir Íslendingar á lista Interpol og er Ólafur Bragi Bragason annar þeirra. Hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Túnis fyrir fíknaefnamisferli. Hann var handtekin í Þýskalandi og sat í fangelsi í 40 daga á meðan yfirvöld í Túnis söfnuðu gögnum til þess að fluttning hans til yfirvalda í Túnis. Túnisar féllu á tíma og var Ólafi Braga Bragasyni sleppt og hefur hann ekki sést síðan.


Góðar fréttir frá eyjum.

Það eru ánægulegar fréttir sem berast frá Vestmannaeyjum í dag. Á baksíðu Morgunblaðsins er fjallað um fjárfestingu Magnúsar Kristinssonar hjá Berg Huginn ehf. og Þórður Rafns Sigurðssonar hjá DalaRafni ehf.
Í síðustu viku bárust þær fréttir að Rabbi á DalaRafn hefði selt Stíganda bát sinn og hugsaði ég með mér að núna væri verið að leggja enn einum bátnum og einhverjir myndu missa vinnuna. En í gær skrifaði Rabbi undir samning við skipasmíðastöð í Póllandi um smíði á nýju skipi sem væntanlega fær nafnið DalaRafn VE. Það ánægulegasta við þessar fréttir er að gamli DalaRafn verður gerður út af Stíganda.
Í gær voru einnig merk tímamót hjá Magga Kristinns og fjölskyldu þegar tveimur nýjum bátum í þeirra eigu voru gefin nöfn Vestmannaey og Bergey. Fjölskyldan á fyrir Vestmannaey og Smáey. Vestmannaey hefur núna verið lagt á meðan beðið er eftir nýja skipinu og ég hef ekki heimildir um það hvað verður af Smáey þegar Bergey kemur til landsins.
Þessir tveir útgerðamenn hafa með þessu fjárfest í nýjum skipum og varanlegum kvóta fyrir 2.8 milljarða króna. Þessir menn hafa trú á Vestmannaeyjum sem samfélagi og því leggjast þeir í þessa fjárfestingu. Á síðasta ári fékk Ísfélagið nýtt skip sem ber nafnið Guðmundur, útgerðafélagið Ufsaberg á von á nýju skipi á þessu ári. Þessar fréttir eru þær best sem komið hafa frá eyjum í langan tíma. Við skulum vona að þetta sé byrjunin á einhverju stærra og betra fyrir samfélagið í suðri sem hefur haft það miklu betra.

Hérna fyrir neðan eru tenglar á þessar fréttir:
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6293
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6294


Bretar eru snillingar.

Fyrir nokkrum blogum síðan þá blogaði ég um breskar konur. Í skoðannakönnun eru þær sagðar taka farsímann framyfir kynlífið. Núna toppar bretarnir allt með nýrri skoðannakönnun. Nú berast fréttir frá Bretlandi að eftirlaunaþegar þar í landi taki internetið fram yfir garðrækt. Ég verð að segja það að ég tek netið langt fram yfir garðrækt. En má búast við því á næstu árum að fallegir garðar í Bretlandi verði arfavaxnir á meðan eigandinn er að surfa á netinu.
mbl.is Breskir eftirlaunaþegar taka netið fram yfir garðræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlaður Böðvarsson!!!

Getur einhver hér kommenterað á það afhverju Sturla Böðvarsson er ráðherra, ég er sjálfstæðismaður og skil það engan veginn hvað fyrrverandi formaður og núverandi formaður sjá við þennan blessa mann. Hann hefði aldrei átt að vera ráðherra.

Lesið eftirfarandi fréttir á www.spolur.is það skal engin segja mér að Sturla hafi ekki tekið upp tólið og haft samband við Vegagerðina þegar þessir samningar við hið góða fyrirtæki Spöl voru gerðir.l
Samið um fyrstu skrefin að tvöföldun á Kjalarnesi og undir Hvalfirði
Um fögnuð ritstjóra og ,,óbreytt veggjald"

Og svo lesið þetta:
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6289  er núna er hægt að hafa samband við vegagerðina, NEI það má ekki Sturla segir það megi ekki!!!!!!

Ég er ekki og hef aldrei verið fylgjandi því að sé verið að spandera með skattfé borgana en hjá Sturla er það þannig að Suðurlandið er alltaf útundan hjá honum. Á meðan ekki eru einkaaðilar sem sjá til þess að vegagerð í landinu sé til sóma þá verður hið opinbera að standa sig. Suðurlandsvegur er stórhættulegur og hann þarf að laga,  Guð blessi Sjóvá fyrir sínar áætlanir í þeim efnum. Svo ætlar Sturla að gera "frábært" ferjulægi við Bakka. Það verður gaman að keyra þangað á vetrarmánuðum í hálku og skafrenningi í tvo tíma til þess að taka Herjólf.
Ég bið góðan Guð að forða okkur frá því að hann verði ráðherra á næsta kjörtímabili. Maður er hættur að brosa yfir ruglinu í þessum manni, maður er orðinn nokkuð reiður.


Óli Stef segist ekki vera að hætta!

Í einu af blogum mínum í gær þá skrifaði ég þá skoðun mína að Óli Stef væri líklega að spila á sínu síðasta stórmóti með landsliðinu. Ég las það í Fréttablaðinu í morgun að hann segist ætla að spila með landsliðinu á meðan hann spilaði á Spáni og á meðan krafta hans væri óskað í landsliðið. Þetta eru frábærar fréttir enda er þetta ekki bara einn besti handboltamaður í heimi heldur fæddur leiðtogi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband