14.2.2007 | 15:53
1, 2 og Geir H. klúðrar
elska á það til að vera óttarlega klaufalegur í svörum og öðru. Í
vikunni náði hann að koma með slæm ummæli um stelpurnar sem voru í
Byrginu. Svo toppaði að mínu mati allt þegar hann sagði að svo stöddu
myndi hann ekki biðja þá menn afsökunar fyrir hönd ríkissins á þeim
atburðum sem áttu sér stað í Breiðuvík. Ég skil ekki þennan hroka í
karlinum. Hvað tapar hann á því að biðja þessa menn afsökunar, það vita
það allir að hann var ekki forsætisráðherra á þessu tímabili og ber því
ekki persónulega ábyrgð á þessu. En karlinn hefði átt að biðja þá
afsökunar, ef að afsökunarbeiðnin hefði hjálpað þessum mönnum þá á Geir
ekki að hika við að biðjast afsökunar. En nei þessi elska ætlar sér
ekki að gera það og þar við situr að sinni.
14.2.2007 | 06:22
Vindhaninn fer í hringi.
afstöðu Samfylkingarinnar um álverið í Straumsvík. Mig grunar að þeir
fái ekki svar vegna þess að vindhaninn fer í hringi þessa daganna og
veit ekki hvert hann á að snúa.
![]() |
Vilja fá að vita hver afstaða fulltrúa Samfylkingar er til stækkunarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2007 | 15:36
Lúlli Bedda fær plús í pylsu...
Ég verð að segja það að gjallarhornið er ánægt með það að Lúlli Bedda skuli ræða málefni Vestmannaeyja á Alþingi. Hann hefur ekki gert mikið af því hingað til og heldur ekki aðrir þingmenn í kjördæminu. Lúlli fær plús í pylsu fyrir þetta.
Staðan í samgöngumálum á eyjunni fögru er hræðileg. Það kostar allt of mikið af komast þangað og þaðan. Það tekur allt of langan tíma að komast á þennan fallega stað. Þegar ég bjó á Íslandi og fór heim til eyja með fjölskylduna mína þá var kostnaðurinn eftirfarandi miðað við fram og til baka: Bíll: 4000, 2 fullorðnir 8000, klefi: 4000 = 16000. Það er soldið að þurfa að borga 16.000 kr í hvert skipti sem ég ætla mér á þessu ári að fara til eyja. Ef við skoðum gjaldskránna í Hvalfjarðargöngin sem ég tel vera sanngjarnt fargjald þá er þar borgað fyrir hvern bíl en ekki fyrir farþega. Það tel ég mjög réttlátta gjaldtöku.
Einnig er há gjaldtaka á öllum flutningum til og frá eyja. T.d. eru öll matvæli sem seld eru í eyjum flutt með Herjólfi. Það gefur augaleið að matvaran verður dýrari fyrir bragðið að fara þessa leið.
Ég vona að það finnist einhvern lausn á þessum samgöngumálum sem fyrst.
![]() |
Gjaldskrárhækkun Herjólfs upphefur ávinning af matarskattslækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2007 | 09:26
Að fá sér blund...
síðdegisblund og það hafi góð áhrif á hjartað. Ég legg til að þeir sem
sjá um að semja um vinnutíman okkar og pásur að setja þetta inn í
ráðningarsamninginn að síðdegisblundur sé nauðsynlegur.
![]() |
Síðdegisblundur getur reynst góður fyrir hjartað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2007 | 07:02
Svo er talað um að Bandaríkjamenn séu heimskir!!
slá hvert metið í fáranlegum niðurstöðum í skoðannakönnunum. Ég hef
áður skrifað um konur og farsíma og eldriborgara og garðrækt, en núna
er það kynfræðslan sem eitthvað hefur klikkað hjá þeim. Þau fáu skipti
sem að ég hef komið til Bretlands þá hefur mér þótt áberandi hvað mörg
trambólín eru í görðum þarna. En svarið er komið, á kvöldin eftir
samfarir þá skella konurnar sér út og hoppa í góða stund til þess að
verða ekki óléttar. Já þeir eru hressandi Bretarnir og svo er talað um
að Bandaríkjamenn sé vitlausir.
![]() |
Bretar illa að sér í kynlífsfræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 19:09
Ég ætla að fá eina með túmat, sinnep, remúlaði og steiktum!!!
![]() |
Pylsuveislu stolið á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 16:01
Pabbi segir að það sé bannað að blóta!!!
starfað á Alþingi. Einu skiptin sem hann kemur í fréttunum þá er það
útaf einhverji óttarlegri dellu og vitleysu í honum. Hann kallaði
ferðir þingnefnda frí og var hann einmitt nýkominn úr einni slíkri
þegar hann lét þau orð falla. En núna fer það í taugarnar á honum að
Steingrímur J. blóti. Ég reyni að vísu sjálfur að blóta eins lítið og
ég get en mér gæti ekki verið meira sama um það hvort aðrir blóti eða
ekki. En það er gott að þingmenn framsóknar hafi ekki meiri áhyggjur af
sínum málum en það að þeir þurfa að tuða yfir smá bölvi í kommanum
gamla.
![]() |
Kvartað yfir blótsyrðum í þingsal Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 13:35
Vertu bara úti elsku karlinn minn.
Já Guðni Ágústsson hitti líklega fleiri á þessum fundi á Klörubar en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Mig grunar að þarna hafi Guðna liðið það vel að hann ætli ekkert að koma heim. Ég væri tilbúinn að leggja eitthvað undir að í næstu viku verður hann ráðinn í sérverkefni við landbúnaðarstörf á Kanarí. Ég vil endilega gera Guðna part af okkar útrás og segi því við hann :Elsku vinur vertu bara þarna úti sem lengst.
![]() |
Fjölsóttur framsóknarfundur á Klörubar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 13:26
Hin nýja Framsókn!!!
Já framsóknarmenn eiga erfitt þessa daganna og ég er farinn að vorkenna þeim soldið. Það getur ekki verið gott að þurfa að horfa upp á hverja skoðannakönnunina á fætur annari þar sem flokkurinn minnkar og minnkar. Það er ábyggilega ágætis fólk í Framsóknarflokknum en ég þekki fá félagsmenn þar. Ég hef áður skrifað um snilli Bjarna Harðarsonar og er hann um þessar mundir minn uppáhalds stjórnmálamaður . Ég er einnig svo heppinn að þekkja einn af fáu ungu framsóknarmönnunum. Mig grunar miðað við hvað hann er klár að hann hafi metið það þannig að það væri auðveldara að klífa upp á topp framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins. Svo þekki ég auðvitað lítin bakaradreng sem bakaði bara vandræði
En ég verð að segja það að félag ungra framsóknarmanna í Skagafirði sé líklega með bestu ályktun sem að framsóknarfélag hefur sent frá sér. Þeir hafa gefið það út að þeir vilja ekki dansa lengur við Sjálfstæðisflokkinn. Það sem þeir gleyma er að miðað við kannanir þá er framsóknarflokkurinn varla í stöðu nema að ná inn 2-4 þingmönnum og það þarf sterkara partý en það til að dansa við Sjálfstæðisflokkinn á þingi.
En annars eru PR-menn Framsóknarflokksins að fara af stað með sína kosningabaráttu og verður slagorðið í ár. Framsókn - sterkari en Pilsner!. Ég held að það sé allt sem segja þarf um þennan blessaða flokk.
![]() |
Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2007 | 09:52
Húmor í Bolvíkingum...
húmor. Ég styð mína heimabyggð á Vestfjörðum að koma upp
geimvísindastöð og spílavíti. Ég myndi strax flytja "heim".
![]() |
Hugmyndir um geimvísindastöð og neðanjarðarhraðlest á Bolafjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |