Lúlli Bedda fær plús í pylsu...

lullismÉg verð að segja það að gjallarhornið er ánægt með það að Lúlli Bedda skuli ræða málefni Vestmannaeyja á Alþingi. Hann hefur ekki gert mikið af því hingað til og heldur ekki aðrir þingmenn í kjördæminu. Lúlli fær plús í pylsu fyrir þetta.
Staðan í samgöngumálum á eyjunni fögru er hræðileg. Það kostar allt of mikið af komast þangað og þaðan. Það tekur allt of langan tíma að komast á þennan fallega stað. Þegar ég bjó á Íslandi og fór heim til eyja með fjölskylduna mína þá var kostnaðurinn eftirfarandi miðað við fram og til baka: Bíll: 4000, 2 fullorðnir 8000, klefi: 4000 = 16000. Það er soldið að þurfa að borga 16.000 kr í hvert skipti sem ég ætla mér á þessu ári að fara til eyja. Ef við skoðum gjaldskránna í Hvalfjarðargöngin sem ég tel vera sanngjarnt fargjald þá er þar borgað fyrir hvern bíl en ekki fyrir farþega. Það tel ég mjög réttlátta gjaldtöku.
Einnig er há gjaldtaka á öllum flutningum til og frá eyja. T.d. eru öll matvæli sem seld eru í eyjum flutt með Herjólfi. Það gefur augaleið að matvaran verður dýrari fyrir bragðið að fara þessa leið.

Ég vona að það finnist einhvern lausn á þessum samgöngumálum sem fyrst.


mbl.is Gjaldskrárhækkun Herjólfs upphefur ávinning af matarskattslækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband