4.3.2007 | 20:17
Hressandi eða hvað?
færi ekki einu sinni ber að ofan að lyfta. Í ræktinni minni hérna í
Salzburg er sameiginlegur saunaklefi rétt hjá sundlauginni og
heitapottinum. Í heitapottinum er gott að slappa af eftir góðan tíma í
ræktinni. En í þessum sameiginlega sauna er skylda að fara alsber inn.
Þarna inni sitja allir naktir á sínum handklæðum og þarna inn fer fólk
á öllum aldri. Þarna inn fer ég ekki inn og ég fæ gubbuna upp í háls
þegar ég sé alsberar 70 + kjellingar labba um með krumpuð brjóst. Allir
í föt því annað er viðbjóður.....
![]() |
Berrassaðir í líkamsrækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 10:25
Viðbjóður....
![]() |
Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 10:18
Atvinnuaumingjar á ferðalagi....
Aðgerðir lögreglunar eiga fullkomnlega rétt á sér og finnst mér frábært
að sjá hversu vel skipulögð lögreglan er í sínum aðgerðum. Svo hafa
atvinnuaumingjar ákveðið að ferðast til Kaupmannahafnar til þess að
hjálpa hinum aumingjunum. Það að kveikja í bílum, brjóta rúður í
verslunum og íbúðum, brjótast inn í skóla og rústa öllu sem hendi er
næst er ófyrirgefanlegar aðgerðir. Fyrir mér eru þessir mótmælendur
aumingjar og vesældar lið. En mig grunar að eftir helgina taki eigandi
hússins ákvörðum um að rífa það og þá fyrst byrjar "partýið" í
Köben.
![]() |
174 í gæsluvarðhaldi eftir óeirðirnar í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 08:37
Hvað er sameign þjóðarinnar?
Mikil umræða hefur verið um helgina um sameignir og framsóknarflokkinn, eitt er víst að framsóknarmenn og konur verða seint sameign þjóðarinnar. Ég las fyrir morgun árum góða grein eftir Jónas Þór Guðmundsson ég set tengil á hana hér að neðan og skora á fólk að lesa hana. Mér þótti og þykur hún fín.
Grein Jónasar:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=443054
3.3.2007 | 09:48
Bannað að tjalda vegna eldhættu.
þjóðhátíðarstemninguna í Smáralind það er eitthvað sem Gjallarhorninu
líkar ekki við.
![]() |
Fengu ekki að tjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2007 | 07:59
Gettu Betur Davíð Jónsson!!!
Í gærkvöldi horfði ég á Gettu Bettur en þar áttust við Verzlunarskólinn og Menntaskólinn á Akureyri. Í hraðaspurningunum í byrjun þegar MA var að svara þá kom upp eftirfarandi spurning: Hvar hófst eldgos 23.janúar 1973. MA svaraði í Vestmannaeyjum en Verzló svaraði seinna á Heimaey. Bæði lið fengu rétt fyrir en eftir því sem ég best veit hófst gosið á Heimey ekki Vestmannaeyjum. Heimaey er stæðsta eyjann í Vestmannaeyjaklasanum og er eina eyjan sem hefur íbúa með fasta búsetu. Þarna hefði átt að gefa MA rangt fyrir sitt svar en þess í stað fengu bæði lið rétt fyrir sitt hvort svarið.
http://heimaslod.is/?title=Heimaey
Rétt skal vera rétt og þeir sem kíkja á fróðleikinn um Vestmannaeyjar skulu lesa sér til um Brandinn sem er fallegasta eyjann í Vestmanneyjaklasanum.
![]() |
Verzlunarskólinn sigraði Menntaskólann á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2007 | 00:12
Að horfa á X Factor er góð skemmtun....
Framleiðsla 365 ljósvakamiðla á X Factor er fyrirtækinu til sóma. Þessir þáttur er frábær skemmtun og alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Í kvöld datt Alan út og átti hann það ekki skilið miðað við söng hans fyrr í kvöld, HARA átti heldur ekki að vera á botninum en svona er þetta víst þegar þjóðin fær að kjósa. Það sem mér fannst hvað skemmtilegast og það sem kom mér hvað mest á óvart voru viðbrögð Höllu Villhjálms, Páls Óskars og Einars Bárðar, þessir einstaklingar grétu yfir úrslitinum og gefur þessa viðbrögð kannski ágætt innsýn inn í þá vinnu sem að þessir einstaklingar leggja í vinnu sína fyrir þáttinn og hvern þáttakenda. En ég trúi því ekki hversu lengi Gylfi og Inga ætla að haldast inn í þættinum. Jogvan er víst uppáhaldið hjá frúnni og brosið hún í hringi þegar hann syngur, ég er svona í lausu lofti með hverjum ég á að halda. En Jogvan er frábær en af því að konan er svona hrifin af honum þá get ég ekki haldið með honum. Ég ætla að velja HARA því ég kannast svo svakalega við þær. Þær hljóta hafa afgreitt ís í Eden í denn þegar ég kíkti þangað í kaffi.
En í kvöld voru það tárin sem voru best.
2.3.2007 | 17:38
19 milljónir töpuðust á hverjum degi.
áður tapaði 19 milljónum króna á dag á síðasta ára eða samtals 6943
milljónur yfir árið. Handbært fé er orðið neikvætt um 1566 milljónir
miðað við 66 milljónir í plús þar áður. Ég er ekki mikill bissness karl
en ég sé að þetta eru ekki góðar tölur. Er það þess virði hjá Jón
Ásgeiri og co að reka fjölmiðill og afhverju er karlinn að standa í
svona taprekstri? Gjallarhornið er orðlaust.
![]() |
Tap 365 tæpir sjö milljarðar á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2007 | 10:49
Þessi á ekki að aka bíl..
![]() |
Vill fá endurgreiddan radarvarann vegna hraðaksturssektar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2007 | 08:31
Sá besti í Man Utd.
![]() |
Ryan Giggs spilar 700. leikinn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)