14.4.2007 | 21:23
Kristrún Heimisdóttir
Eftir að hafa horft upptöku af Kastljósi þá verð ég að segja að Kristrún Heimisdóttir er að bætast á listan minn yfir konur í Samfylkunni sem ég elska útaf lífinu. Eftir Kastljósið í gær held ég að Kristrún hafi talað Samfylkuna niður fyrir 15% fylgi. Því miður var Ragnheiður ekki nægilega sterk til að nýta sér gríðarlega góða fjölmiðlatækni Kristrúnar.
En Kristrún vertu velkomin á ég elska þig listan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eðlilegt að hverjum þyki sinn fugl fallegastur og bestur. Mér þótti Ragnheiður ekki standa sig nægilega vel. En Kristrún var að mínu mati skelfilega og vona ég að hún komi aftur og aftur í sjónvarpið fram að kosningum.
Svo kemur heilagleikinn upp í þér og segir það ekki þinn háttur að lasta fólk heldur séð það okkar stíll, ég segi mína skoðun á mönnum og málefnum óháð flokkadráttum. Ég hef gagnrýnt ráðherra Sjálfstæðisflokksins hérna og mun halda því áfram ef mér sýnist.
Í dag eru allt of margir einstaklingar sem lifa í pólitískriblindni og fylgja sínu fólki og verja það út í eitt. Þannig einstaklingar eru leiðinlegir og þeir eru allt of margir á netinu sem blogga þannig á þá nenni ég t.d. ekki að lesa.
PS. ég get ekki sagt að ég sé að lasta Kristrúnu þegar ég segi að ég elski hana, í dag er hún í miklu uppáhaldi og mun ég fylgjast sérstaklega vel með henni í framtíðinni.
Kjartan Vídó, 15.4.2007 kl. 05:55
Sammála þér Kjartan með pointið sem þú gefur frá þér með þessu en ég get ekki tekið svo stórt uppí mig og sagt að ég elski hana. Hún er ein af þeim allra leiðinlegustu stjórnmálamönnum sem um getur í sögunni. Hún er með "Lúlla Bergvins" syndromið - heldur að hún sé yfir alla hafin vegna þess að hún er menntaður lögfræðingur og talar með þvílíkum hroka niður til andstæðinga sinna að manni verður óglatt. Vonandi kemst slík kona/maður aldrei til valda og vonandi fer að fækka þeim skiptum sem hún kemur fram í sjónvarpi, bara almenningi til heilla. Samfylkingin þarf svo sem enga auka hjálp við að draga sjálfa sig í svaðið.
Einar Hlöðver (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.