þetta er nú meiri vitleysan..

Hvað rugl er þetta í Kristúni Heimisdóttir að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu um þetta eftirlaunafrumvarp. Þegar ég hef sótt landsfundi eða SUS þá er það skemmtilegast sem ég veit er að rífast hressilega við félagana um eitthvert mál, greiða atkvæði um málið og sætta sig svo við niðurstöðuna. Nei Kristún vill ekki fara þessa leið, það á greinilega að sleppa að ræða þessu mál, bara góð mál fara í gegn rétt fyrir kosningar.
mbl.is Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Eins og mbl leggur þetta upp, já.

En þér að segja, þá var nefnd sem deildi um þetta í allan gærdag. Ekki náðist samstaða um aðferðina hjá alsherjanefndini, en allir voru sammála um breytingar á eftirlaunafrumvarpinu.

Það var rifist, þú getur sofið rólegur

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Tek undir með Tómasi, þú getur sofið rólegur Kjartan, það var ekki aðeins rifist heldur var samþykkt samhljóða í stjórnmálaályktun flokksins að taka á hinum spilltu eftirlaunalögum sem skapa sértakan aðal, hafinn yfir það að deila kjörum með öðrum í þessu landi.

Stefnan og markmiðin eru skýr.

Rifrildið gekk ekki út á það, heldur hvort landsfundurinn ætti að brjóta allar hefðir og afgreiða lagafrumvarp sem er ein af mögulegum útfærslum á málinu.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 14.4.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband