Jú jú kona getur breytt öllu af því að hún er kona....

Hvaða rugl er þetta að það þurfi konu til að koma jafnaðarstjórn að völdum. Var það kona sem stýrði forsætisráðaneytinu í mörg ár í Svíþjóð. Nei það var jafnaðarmaðurinn og karlhlunkurinn hann Person. Það hefur ekki virkað á Íslandi að hafa konu sem forsætisráðherraefni til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum. Frábært er að sjá að þessar konur stýri þessum stóru stjórmnálaflokkum í Danmörku og Svíþjóð og svo styrir kona litlum jafnaðarmannaflokki á Íslandi. En þær sitja ekki í forsvari þessara flokka af því að þær eru konur. Að mínu mati er það ótrúlega þreytt fyrirbæri að kjósa konu af því að hún er kona og það er bara verið að gera lítið út konum með þannig tali. Og mér finnst einnig verið að gera lítið úr konum þegar sagt er að það þurfi konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum. Það sem þarf er sterkur leiðtogi, með gott fólk í kringum sig og málefni sem að kjósendur hafa trú á. Ég bara trúi því ekki að jafnarmenn á norðurlöndunum séu svo vitlausir að halda því fram að það sé nóg að hafa konu í forsvari og þá komi þetta allt saman. Það hefur aldrei virkað þannig.
mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ummæli Monu Sahlin eru tekin úr samhengi - hún sló á létta strengi og sagði: Það er hlutverk jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum að vera í stjórnarandstöðu, steypa ríkisstjórnum og mynda nýjar. þetta er vandasamt verkefni og þess vegna þarf konur til að stýra því. Þetta er auðvitað kenremba - sem fyrirgefst af því hún er klædd í húmor, og enginn tekur svona yfirlýsingu bókstaflega.

landsfundarfulltrúi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband