Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.2.2007 | 07:10
Góðar fréttir frá eyjum.
Það eru ánægulegar fréttir sem berast frá Vestmannaeyjum í dag. Á baksíðu Morgunblaðsins er fjallað um fjárfestingu Magnúsar Kristinssonar hjá Berg Huginn ehf. og Þórður Rafns Sigurðssonar hjá DalaRafni ehf.
Í síðustu viku bárust þær fréttir að Rabbi á DalaRafn hefði selt Stíganda bát sinn og hugsaði ég með mér að núna væri verið að leggja enn einum bátnum og einhverjir myndu missa vinnuna. En í gær skrifaði Rabbi undir samning við skipasmíðastöð í Póllandi um smíði á nýju skipi sem væntanlega fær nafnið DalaRafn VE. Það ánægulegasta við þessar fréttir er að gamli DalaRafn verður gerður út af Stíganda.
Í gær voru einnig merk tímamót hjá Magga Kristinns og fjölskyldu þegar tveimur nýjum bátum í þeirra eigu voru gefin nöfn Vestmannaey og Bergey. Fjölskyldan á fyrir Vestmannaey og Smáey. Vestmannaey hefur núna verið lagt á meðan beðið er eftir nýja skipinu og ég hef ekki heimildir um það hvað verður af Smáey þegar Bergey kemur til landsins.
Þessir tveir útgerðamenn hafa með þessu fjárfest í nýjum skipum og varanlegum kvóta fyrir 2.8 milljarða króna. Þessir menn hafa trú á Vestmannaeyjum sem samfélagi og því leggjast þeir í þessa fjárfestingu. Á síðasta ári fékk Ísfélagið nýtt skip sem ber nafnið Guðmundur, útgerðafélagið Ufsaberg á von á nýju skipi á þessu ári. Þessar fréttir eru þær best sem komið hafa frá eyjum í langan tíma. Við skulum vona að þetta sé byrjunin á einhverju stærra og betra fyrir samfélagið í suðri sem hefur haft það miklu betra.
Hérna fyrir neðan eru tenglar á þessar fréttir:
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6293
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6294
2.2.2007 | 18:30
Bretar eru snillingar.
![]() |
Breskir eftirlaunaþegar taka netið fram yfir garðræktina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2007 | 10:25
Sturlaður Böðvarsson!!!
Getur einhver hér kommenterað á það afhverju Sturla Böðvarsson er ráðherra, ég er sjálfstæðismaður og skil það engan veginn hvað fyrrverandi formaður og núverandi formaður sjá við þennan blessa mann. Hann hefði aldrei átt að vera ráðherra.
Lesið eftirfarandi fréttir á www.spolur.is það skal engin segja mér að Sturla hafi ekki tekið upp tólið og haft samband við Vegagerðina þegar þessir samningar við hið góða fyrirtæki Spöl voru gerðir.l
Samið um fyrstu skrefin að tvöföldun á Kjalarnesi og undir Hvalfirði
Um fögnuð ritstjóra og ,,óbreytt veggjald"
Og svo lesið þetta:
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6289 er núna er hægt að hafa samband við vegagerðina, NEI það má ekki Sturla segir það megi ekki!!!!!!
Ég er ekki og hef aldrei verið fylgjandi því að sé verið að spandera með skattfé borgana en hjá Sturla er það þannig að Suðurlandið er alltaf útundan hjá honum. Á meðan ekki eru einkaaðilar sem sjá til þess að vegagerð í landinu sé til sóma þá verður hið opinbera að standa sig. Suðurlandsvegur er stórhættulegur og hann þarf að laga, Guð blessi Sjóvá fyrir sínar áætlanir í þeim efnum. Svo ætlar Sturla að gera "frábært" ferjulægi við Bakka. Það verður gaman að keyra þangað á vetrarmánuðum í hálku og skafrenningi í tvo tíma til þess að taka Herjólf.
Ég bið góðan Guð að forða okkur frá því að hann verði ráðherra á næsta kjörtímabili. Maður er hættur að brosa yfir ruglinu í þessum manni, maður er orðinn nokkuð reiður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2007 | 21:32
Ingibjörg Sólrún, ég elska þig!!!!
![]() |
Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2007 | 15:47
Er þetta næst síðasti leikur Óla Stef?
um 5.sætið á HM í Þýskalandi. Strákarnir hafa spilað frábærlega á þessu
móti. En ég er hræddur um að þeir séu orðnir frekar þreyttir í
líkamanum enda erfitt að spila þessa leiki á svona fáum dögum. En það
sem ég hræddastur um er það að þetta verði næst síðasti leikur Óla Stef
með landsliðinu. Hann er búinn að spila í mörg ár og mig grunar að
þetta verði hans síðasta stórmót og hann hætti eftir leikinn um sæti.
Hann hefur spilað frábærlega á þessu móti, hann er meiddur á öxl en
alltaf gefur hann sig 100% í allt sem hann gerir. Ég held að hann sé
þannig persóna að hvað sem hann gerir gerir hann vel og alltaf 100%. En
vonandi náum við að klára rússana í kvöld og spila svo um 5-6.sætið í
framhaldinu. GANGI YKKUR VEL....
![]() |
Arnór fyrir Einar, Róland reynir, Snorri slappur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 10:17
Med stillad neb
Mikið svakalega er ég ánægður fyrir hönd Aniston að hún sé búin að eignast góðan svefn. Það skiptir öllu að sofa vel. Ég óska Aniston hjartanlega til hamingju með það að hún geti sofið vært núna. Ég vona bara hennar vegna að hún verði skárri leikari við þetta.
![]() |
Aniston segist sofa vel eftir nefaðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2007 | 09:20
Fangaverðir segja upp störfum.

Það væri þá ekki að á endanum væri hægt að búa til íslenskan Prison Break þátt sem sýndir yrði á Skjá Einum eða Sirkus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 14:24
Að skipta um lið.
Núna þegar það virðist vera í tísku að skipta um "lið" í stjórnmálum þá er gaman að skoða nokkur nöfn sem hafa skipt um "lið". Ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hef afrekað það að segja mig úr flokknum einu sinni en ég skipti ekki um "lið".
Hérna eru nokkrir þingmenn sem ég mundi eftir að hafa skipt um "lið".
Ólafur Ragnar Grímsson sat í miðstjórn Framsóknarflokksins 1967-1974 og varð síðar formaður Alþýðubandalagsins.
Össur Skarphéðinsson sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985-87 og var ritstjóri Þjóðviljans 1984-87 og síðar formaður Samfylkingarinnar, mig minnir að hann hafi líka einhvern tímann verið í Framsóknarflokknum.
Albert Guðmundsson þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og svo þingmaður fyrir Borgaraflokkinn.
Guðjón Arnar Kristjánsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðar þingmaður og formaður Frjálslyndaflokksins.
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalags, utan flokka, Framsóknarflokksins og svo stefnir allt í að hann fari til Frjálslynda.
Gunnar Örlygsson Skipti úr Frjálslyndaflokknum í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann tapaði í varaformannskjöri í Frjálslyndaflokknum.
Það eru ábygglilega fleiri snillingar sem hafa skipt um lið. Í þessari talningu á ég ekki við félagaskipti eins og þegar Samfylkingin varð til úr sínum gömlu vinstri flokkum.
30.1.2007 | 11:23
Margrét Sverrisdóttir
Það var alveg magnað að fylgjast með beinni útsendingu RÚV frá fundarstað Margrétar Sverrisdóttur í gærkvöldi. Ég hef aldrei skilið hvað það er svona merkilegt við Margréti Sverrisdóttur og hvað athygli hún fær endalaust í fjölmiðlum. Það er talað um hana eins og um mikinn og merkan stjórmálamann sé að ræða. Hún var framkvæmdastjóri minnsta stjórmálaflokks landssins og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Það hafa verið til stærri stjórnmálamenn á landinu en hún.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)