Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pabbi segir að það sé bannað að blóta!!!

Guðjón Ólafur Jónsson er líklega einn óheppnasti þingmaður sem að hefur
starfað á Alþingi. Einu skiptin sem hann kemur í fréttunum þá er það
útaf einhverji óttarlegri dellu og vitleysu í honum. Hann kallaði
ferðir þingnefnda frí og var hann einmitt nýkominn úr einni slíkri
þegar hann lét þau orð falla. En núna fer það í taugarnar á honum að
Steingrímur J. blóti. Ég reyni að vísu sjálfur að blóta eins lítið og
ég get en mér gæti ekki verið meira sama um það hvort aðrir blóti eða
ekki. En það er gott að þingmenn framsóknar hafi ekki meiri áhyggjur af
sínum málum en það að þeir þurfa að tuða yfir smá bölvi í kommanum
gamla.
mbl.is Kvartað yfir blótsyrðum í þingsal Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertu bara úti elsku karlinn minn.

Já Guðni Ágústsson hitti líklega fleiri á þessum fundi á Klörubar en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Mig grunar að þarna hafi Guðna liðið það vel að hann ætli ekkert að koma heim. Ég væri tilbúinn að leggja eitthvað undir að í næstu viku verður hann ráðinn í sérverkefni við landbúnaðarstörf á Kanarí. Ég vil endilega gera Guðna part af okkar útrás og segi því við hann :Elsku vinur vertu bara þarna úti sem lengst.

 


mbl.is Fjölsóttur framsóknarfundur á Klörubar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin nýja Framsókn!!!

Já framsóknarmenn eiga erfitt þessa daganna og ég er farinn að vorkenna þeim soldið. Það getur ekki verið gott að þurfa að horfa upp á hverja skoðannakönnunina á fætur annari þar sem flokkurinn minnkar og minnkar. Það er ábyggilega ágætis fólk í Framsóknarflokknum en ég þekki fá félagsmenn þar. Ég hef áður skrifað um snilli Bjarna Harðarsonar og er hann um þessar mundir minn uppáhalds stjórnmálamaður . Ég er einnig svo heppinn að þekkja einn af fáu ungu framsóknarmönnunum. Mig grunar miðað við hvað hann er klár að hann hafi metið það þannig að það væri auðveldara að klífa upp á topp framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins. Svo þekki ég auðvitað lítin bakaradreng sem bakaði bara vandræði
En ég verð að segja það að félag ungra framsóknarmanna í Skagafirði sé líklega með bestu ályktun sem að framsóknarfélag hefur sent frá sér. Þeir hafa gefið það út að þeir vilja ekki dansa lengur við Sjálfstæðisflokkinn. Það sem þeir gleyma er að miðað við kannanir þá er framsóknarflokkurinn varla í stöðu nema að ná inn 2-4 þingmönnum og það þarf sterkara partý en það til að dansa við Sjálfstæðisflokkinn á þingi.
En annars eru PR-menn Framsóknarflokksins að fara af stað með sína kosningabaráttu og verður slagorðið í ár. Framsókn - sterkari en Pilsner!. Ég held að það sé allt sem segja þarf um þennan blessaða flokk. Sterkari


mbl.is Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmor í Bolvíkingum...

Það er ekki hægt að segja en fólkið í Bolungarvík sé með hressilegan
húmor. Ég styð mína heimabyggð á Vestfjörðum að koma upp
geimvísindastöð og spílavíti. Ég myndi strax flytja "heim".
mbl.is Hugmyndir um geimvísindastöð og neðanjarðarhraðlest á Bolafjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skíta í buxurnar....

Hvernig ætli það sé að vakna við það að lögreglan og sérsveit
ríkislögreglustjórans sé að gera áhlaup á húsið þitt og þú ert sofandi.
Ég hefði klárlega skítið í brækurnar ef að lögreglan hefðu ruðst inn í
svefnherbergið.
mbl.is Kölluðu eftir aðstoð sérsveitarinnar vegna tilkynninga um skothvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Harðarson í jakkafötum...

Í mínum huga er Bjarni Harðarson einn af okkar flottustu og skemmtilegustu stjórnmálamönnum í landinu. Ég hef reynt að sjá hann í hvert skiptið sem hann kemur í sjónvarpið og þar er hann ætið skemmtilegur í svörum. Í dag horfði á Bjarna á Silfri Egils en það var breyting að sjá hann þar. Nú var karlinn mættur í jakkafötum, hér einu sinni var hann oftast í brúnni lopapeysu og sakna ég hennar. Það er ekki sæmandi frambjóðanda Framsóknarflokksins að mæta í bankafötum í sjónvarpsviðtal hann á að vera í bóndagallanum. Bjarni ég treysti á þig að þú farir í lopann aftur.

Breiðuvík.......

Ég hef alveg misst af þessu Breiðavíkurmáli í fréttunum síðustu daga
vegna veru minnar á skíðum. Ég er núna að horfa á þessa þætti og reyna
að fá einhverja mynd af því hvað átti sér stað þarna. Ég á eftir að sjá
viðtal við þennan fyrrverandi forstoðumann á staðnum. Miðað við þær
lýsingar sem þessir einstaklingar sem þurfti að dvelja þarna þá virðist
vera að allt hafi brugðist sem burgðist getur í kerfinu sem á verja
einskalinga fyrir verkum eins og þessu. Málið er skelfilegt en gott er
að það sé komið í umræðuna og vonandi getur hjálpar þetta eitthvað þeim
einstaklingum sem þarna þurftu að vera.

Gjallarhornið er á lífi..

Gjallarhornið er á lífi, síðustu vikuna hef ég alið manninn á skíðum í
Flachau í Austurrískuölpunum með fjölskyldu konunar. Áttum við þar
frábæra daga í sól og blíðu. Núna er markmiðið að ná úr sér
harðsperrunum eftir skíða- og brettaferðirnar. Gæðin voru á sínum stað,
fór nokkrum sinnum á andlitinu niður brekkuna en það er bara hollt.

Sturla sér um sína!!!!

Miðað við þessa frétt held ég að Sturla fái örugga fjóra þingmenn í næstu kosningum.


mbl.is Gert ráð fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar að Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlýstir!!!!

Ég dett stundum inn á heimasíðu Interpol það er hægt að fara í Fugitives. Það er hægt að skoða myndir og upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og hægt er að leita eftir löndum.
Ég ætla að sýna nokkrar myndir af þeim einstaklingum sem að mínu mati eiga ljótustu fangamyndina af sér.
 
nydingur1Paul Jeffrey ANDERSON, eftirlýstur Í Bandaríkjunum vegna kynferðisbrota gegn börnum

 

 

 

 

 

fangi2
Elmanaa ANAYA, eftirlýstur af Túnis fyrir vopnasmygl.

 

 

 

 

 

fangi3

Chhaya KHATAO, eftirlýst í Ástralíu fyrir mannsal og þjófnað

 

 

 

 

 

 

bragi1bragi2

Ólafur Bragi Bragason, það eru tveir Íslendingar á lista Interpol og er Ólafur Bragi Bragason annar þeirra. Hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Túnis fyrir fíknaefnamisferli. Hann var handtekin í Þýskalandi og sat í fangelsi í 40 daga á meðan yfirvöld í Túnis söfnuðu gögnum til þess að fluttning hans til yfirvalda í Túnis. Túnisar féllu á tíma og var Ólafi Braga Bragasyni sleppt og hefur hann ekki sést síðan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband