Madea´s Family Reunion fær 5 Gjallarhorn

Gjallarhornið ákvað í gærkvöldi að halda út í vídeo leigu og ná í eins og eina DVD mynd, þegar þangað var komið þá fannst Gjallarhorninu lítið um úrval og endaði með Made´s Family Reunion. Miðað við útlitið á þessari mynd þá bjóst ég við einhverri gamanmynd með fullt af piss, kúk og prumt humor og náði hún þeim mörkum á nokkrum stöðum í myndinni. Ef þessi mynd er líklega ein sú furðulegast sem ég hef séð og hvet ég alla sem vilja vera orðlausa yfir því hversu fáranlega, lélega, fyndna og væmna mynd hægt er að framleiða. En þessi mynd fær 5 Gjallarhorn fyrir svakalega væmni í endakafla en viðbrögðin við honum voru mikill hlátur og aumingjahrollur og eftir sjá að hafa tekið þessa mynd. 

PS:
Takið eftir því hvað  Mades´s í þessari mynd er lík  þingmanninum Bjarna Ben, fyndið að sjá Bjarna svartan, með hvítt hár og  170 kg.


Hvernig er þetta hægt?

Nú sá ég ekki landsleikinn í dag þar sem hann var ekki sýndur á netinu. En það sem kemur mér á óvart er að Liechtenstein skuli yfir höfuð geta valið í landslið. Félagi minn sem ég spjallaði við í dag benti mér á þá staðreynd að í Liechtenstein bú um 34.000 manns c.a. helmingur karla og helmingur konur. Þá höfum við 17.000 karlmenn á öllum aldri, gefum okkur að þeir sem geta spilað með A landsliðið séu á aldrinum 17-35 ára. Þá ættum við að hafa um ca  6.000 karlmenn eftir. Þá þurfum við að taka til greina að stórhluti þeirra hefur ekki áhuga á knattspyrnu, spilar tölvuleiki, á við veikindi að stríða, er lélegur í knattpyrnu og svo framvegis. Þá ættum við að geta fallist á það að um 3.500 karlmenn í Lichtenstein eru gjaldgengir landsliðið en auðvitað eru þeir ekki allir sem hafa þá geti til að spila með landsliðinu. Þá ættum við ef að við erum sanngjörn að geta farið niður í um 60 leikmenn en það gefur okkur það 5.4 leikmenn eru um hverja stöðu á vellinum án varamanna. Ég tel að Liectenstein ætti að vera heppið að geta valið í lið en samt ná þeir góðum árangri gegn okkur. Ástæðan er einföld að mínu mati. Það vantaði eyjamenn í liðið í dag!!!!
mbl.is Sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg hegðun...

Ég bloggaði fyrr í dag um þessa svokölluðu atvinnuaumingja. En ég kalla þessa mótmælendur það, þeir skemma fyrir sínum málstað með því að eyðileggja eigum einstaklinga sem ekkert hafa með G-8 að gera, þeir haga sér eins og fávitar og eru sér til skammar og það er ótrúlegt að þetta séu einstaklingar sem flestir teljast sem fullorðið fólk. Það að 150 lögreglumenn skulu hafa særst í mótmælum sem þessum segir soldið um hörkuna í þessum vitleysingum og hvernig þetta hisski hugsar. Það er ekki oft sem ég kalla einstaklinga þessum nöfnum en í þessu tilfelli dreg ég úr skoðunum mínum þegar ég gef þessum mótmælendum nafn. 
mbl.is 150 lögreglumenn hafa særst í átökum við mótmælendur í Rostock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir liggja í því...

Ég held að þessi aumingjans Dani sem hljóp inn á völlin og sló til dómarans ætti að flytja sem lengst í burtu frá Danmörku því mikið þarf hann að hafa á sannfæringunni. Oft hef ég reiðst dómurum í leik sem áhorfandi eða leikmaður en aldrei hefur það komist á það stig að slá til dómarans. Svona hegðun er ekki bara slæm fyrir danska landsliðið, danska áhorfendur heldur fyrir fótboltan í heild. Það er með ólíkindum að þeir rauðklæddu öryggisverðir sem sitja og horfa upp í stúku hafi ekki séð viðkomandi koma á fartinu og náð honum. Öryggisgæsla á fótboltaleikjum er gríðarleg í dag og eftir þetta þurfa Danir að endurskoða sína gæslu. Mig grunar að UEFA dæmi þá í heimaleikjabann, það að ráðast á dómarann er alvarlegur hlutir og yfirleitt eru það leikmenn, þjálfarar eða starfsmenn liða sem gera það en þó ekki með ofbeldi eins og í þessu tilfelli. En að áhorfandi skuli komast svona nálægt dómara og ná að slá til hans er gríðarlega alvarlegt mál og verða Danir að súpa seyðið að því í framhaldi af þessu. 
mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju kaupa þeir ekki bara Hörð Magnússon?

Hvað er þetta með West Ham og gamla fótboltamenn? Teddy Sheringham er hæddur og þá á að taka næsta eldri borgara og sjá hvort að hægt sé að blása lífi í glæðurnar. Ég held að Hörður Magg sé og lausu og líka Þormóður Egils ef menn hafa áhuga.
mbl.is Andy Cole á leiðinni til West Ham?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja Frjálslyndir nú?

Ég spyr bara hvað segja Frjálslyndir þegar "útlendingur" sigrar í koddaslag á sjómannadegi á Húsavík? Þetta er enn eitt merkir að þarf að taka á þessum "vanda"
mbl.is Pólskur sigur í koddaslag á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gengur fólki til?

Það er með ólíkindum hvað maðurinn getur verið fjandi viðbjóðslegur og á síðasta ári hafa verið 3-4 fjórar fréttir svipaðar héðan frá Austurríki. Krakkar hafa verið lokaðir í kjallara í fjölda ára og tvo morðmál á börnum, fréttir héðan eru uppfullar að þessu eins og skiljanlegt er. Það að eignast barn er það stórkostlegasta sem nokkur einstaklingur getur upplifað, að sjá barnið sitt dafna og stækka og taka framförum er forrétindi sem ekki allir fá að njóta. Síðustu vikurnar hefur t.d. dóttir mín gert foreldra sína yfir sig stolta með teikningum sínum og hún er farin að skrifa stafi og þekkir stafi fjölskyldunnar. Fyrir mér er þetta svo merkilegt og finnst mér dóttir mín hinn mesti snillingur og er ég þakklátur fyrir að hafa eignast hana.
En sífeldar fréttir af svona hryllingi gagnvart börnum valda mér miklum óhug. Börnum er rænt, þau beitt kynferðisleguofbeldi og þau drepin. En þetta eru hlutir sem eru að gerast útum allan heim. Ekki bara fyrir utan evrópu, og kynferðisofbeldi gegn börnum gerast á Íslandi. Það er með ólíkindum hvað einstaklingar geta verið sjúkir vegna þess að heilbrigðir einstaklingar gera ekki svona lagað.

mbl.is Lík þriggja nýbura fundust undir kjallargólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er paradís að fara í eyði?

Nei og það er langt frá því að svo verði. Afhverju? Jú vegna þess að Vinnslustöðin er ekki að fara að hætta, Stilla ehf er ekki að fara að kaupa VSV þar sem Eyjamenn eru með 50.4% og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á 5.22% og ætlar hvorki að selja Stillu eða Eyjamönnum. Þarna er strax komin ágætis meirihluti. Vestmannaeyjar eru ein mikilvægasta og hagkvæmasta verðstöð landsins og hún mun vera það áfram.
Eitt fer svakalega í pirrurnar á mér í öllum þessum fréttaflutningi en það er að fyrir nokkrum vikum þá átti að leggja niður vinnslu á Flateyri og þá eðlilega var mikið fjallað um það mál, en hér hefur ekkert verið rætt um að leggja VSV niður og allt virðist ætla að fara á annan endan. En fyrir eitt þakka ég Stillu mönnum fyrir, en það er að hækka markaðsvirði VSV með sínu tilboði fyrir það geta hluthafar í VSV verið ánægðir með.
mbl.is Sumarbústaðabyggð ef Vinnslustöðin hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnu aumingjar...

Ég get ekki orðabundist þegar ég les um mótmæli sem þessi, hvað gengur fólki til með þessari eyðileggingu á hlutum einstaklinga sem ekkert hafa gert af sér og koma í þessu tilfelli G-8 ekkert við. Þessir einstaklingar sem þarna mótmæla og mótmæltu t.d. í Kaupmannahöfn er að mínu dómi atvinnu aumingjar og svona skemmdarverk eyðilegggja fyrir annars ágætum málstað þeirra.
mbl.is Óeirðir í Rostock vegna væntanlegs G-8 fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eign NASF?

Þar sem andstæðingar kvótakerfissins segja að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar þá langar mig að vita hvort að þau kaup sem að Orri hefur gert á viltum laxi í íslenskri lögsögu séu eign eða er þetta partur af sameign þjóðarinnar? Í fréttini segir að tilgangurinn sé að kaupa upp veiðiheimildir og koma þannig í veg fyrir að þær verði nýttar. Er það ekki þannig að á ári er einhver veiðiskylda á úrgerðum? Eða er Orri fyrir utan kerfið?
mbl.is Skrifað undir samning um kaup laxveiðiheimilda í sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband