Hvernig er þetta hægt?

Nú sá ég ekki landsleikinn í dag þar sem hann var ekki sýndur á netinu. En það sem kemur mér á óvart er að Liechtenstein skuli yfir höfuð geta valið í landslið. Félagi minn sem ég spjallaði við í dag benti mér á þá staðreynd að í Liechtenstein bú um 34.000 manns c.a. helmingur karla og helmingur konur. Þá höfum við 17.000 karlmenn á öllum aldri, gefum okkur að þeir sem geta spilað með A landsliðið séu á aldrinum 17-35 ára. Þá ættum við að hafa um ca  6.000 karlmenn eftir. Þá þurfum við að taka til greina að stórhluti þeirra hefur ekki áhuga á knattspyrnu, spilar tölvuleiki, á við veikindi að stríða, er lélegur í knattpyrnu og svo framvegis. Þá ættum við að geta fallist á það að um 3.500 karlmenn í Lichtenstein eru gjaldgengir landsliðið en auðvitað eru þeir ekki allir sem hafa þá geti til að spila með landsliðinu. Þá ættum við ef að við erum sanngjörn að geta farið niður í um 60 leikmenn en það gefur okkur það 5.4 leikmenn eru um hverja stöðu á vellinum án varamanna. Ég tel að Liectenstein ætti að vera heppið að geta valið í lið en samt ná þeir góðum árangri gegn okkur. Ástæðan er einföld að mínu mati. Það vantaði eyjamenn í liðið í dag!!!!
mbl.is Sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjartan.  Nú er útvarpsstjórinn búinn að vera erlendis í sumarfríi í heila viku og kemur heim næsta miðvikudag.  Var ekki búið að semja við þig um afleysingar ?

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Jón Óskar ég var einmitt að rifja upp þetta samkomulag um daginn við félaga mína og minnti mig þá að ég ætti að mæta í byrjun júlí, ég þarf að hafa samband við Palla og ganga frá þessu sem fyrst.

Kjartan Vídó, 3.6.2007 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband