Túnfiskur og cuscus.

tunfiskurFyrir nokkrum dögum bauð ég vinum okkar hérna í Salzburg í mat. Mig dreymdi rétt um daginn sem ég ákvað að prufa á liðinu. Byrjaði að útbúa kraftmikið kjúklingasoð og setti út í soðið hvítlauk og chili og lét þetta sjóða saman og helti svo þessu yfir cuscus-ið og skar niður rukolasalat og setti út í cuscus-ið til að fá smá lit í þetta. Kryddaði svo túnfiskinn vel með sitrónupipar og steikti á pönnu í örskamma stund. Bjó svo til cuscus hrúgu á diskinn og skar niður túnfiskinn í þunnar sneiðar og lagði yfir hrúguna og dassaði svo smá sojasósu yfir. Þetta bragðaðist ágætlega og það má segja að þetta hafi verið góður draumur.


mbl.is Japanar draga úr túnfiskveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangaverðir segja upp störfum.

fangelsiÍ fréttum í gærkvöldi var fjallað um það að stórhluti fangavarða á Íslandi væri búinn að senda Fangelsismálastjórn uppsagnarbréf. Þessi blessaða starfstétt er víst eitthvað óhress með launin sín og ekkert að því að þeir séu ósáttir með þau. En í gærkvöldi var líka frétt sem fjallaði um það að einhverjir ógæfukrakkar sem voru úrskurðuð í gæsuvarðhald  fyrr um daginn og voru vistuð í fangelsinu á Akureyri hefði strokið þaðan og voru handtekin aftur á leið sinni til Reykavíkur. Mér finnst þessi frétt um strokufangana eitt besta innlegg inn í þessar kjaraviðræður fangavarða og ríkissins.
Það væri þá ekki að á endanum væri hægt að búa til íslenskan Prison Break þátt sem sýndir yrði á Skjá Einum eða Sirkus.

Skemmtilegur leikur....

snorri_gudjonssonJæja þá er draumurinn úti að þessu sinni. Þó svo að við höfum tapað var þetta ágætur leikur hjá strákunum. Markmennirnir áttu ekkert sérstakan dag en þannig er það stundum. Snorri Steinn var ótrúlegur, hann hefur sjaldan verið í uppáhaldi hjá mér en eftir þetta þá þykir mér vænt um karlinn. Nú reynum við bara að ná 5.sætinu. En þetta var spennandi leikur og ég var að verða vitlaus á tímabili. Það er ótrúlegt hvað eitt landslið getur sameinað eina þjóð, meira segja tengdamamma horfði á nokkra leiki, kona sem horfir aldrei á íþróttir. 
Þar sem ég er búsettur í Salzburg þurfti ég að horfa á leikinn í gegnum netið og það var breskur þulur að lýsa leiknum. Hann var algjörlega á bandi baunanna en hann átti einn ágætan brandara og það var þegar hann spurði hvort að það væri ekki einhver í markinu hjá Íslendingum, markmennirnir höfðu ekki varið í SOLDIÐ langan tíma.

IcelandExpress að skoða það að fljúga á Gatwick

plane2-151x49Ég sem viðskiptavinur IcelandExpress heyrði það óvart um daginn frá starfsmanni IcelandExpress að þeir væru að skoða það að hætta að fljúga á Standsted og byrja þess í stað að fljúga á Gatwick. Ég flýg með IcelandExpress nokkrum sinnum á ári á ferðalögum mínum frá Salzburg til Íslands og kann ég vel við þetta flugfélag. Það er góð þjónusta um borð og gott pláss í þessum flugvélum. En aðalástæðan fyrir því að ég nota þá er að frá Salzburg er flogið með Ryanair á Standsted og þaðan get ég komist heim til Íslands. En ef að þeir breyta þessu þá verð ég fara að finna mér nýjar leiðir til þess að komast mína leið. Að vísu nota ég www.dohop.com mikið þegar ég er að ferðast eitthvað og er þessu vefur mikil snilld. En ef einhver frá IcelandExpress skyldi detta inná þetta blogg mitt þá skora ég á þá að halda áfram að fljúga á Standsted.


Að skipta um lið.

Núna þegar það virðist vera í tísku að skipta um "lið" í stjórnmálum þá er gaman að skoða nokkur nöfn sem hafa skipt um "lið". Ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hef afrekað það að segja mig úr flokknum einu sinni en ég skipti ekki um "lið".

 Hérna eru nokkrir þingmenn sem ég mundi eftir að hafa skipt um "lið".
Ólafur Ragnar Grímsson sat í miðstjórn Framsóknarflokksins 1967-1974 og varð síðar formaður Alþýðubandalagsins.
Össur Skarphéðinsson sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985-87 og var ritstjóri Þjóðviljans 1984-87 og síðar formaður Samfylkingarinnar, mig minnir að hann hafi líka einhvern tímann verið í Framsóknarflokknum.
Albert Guðmundsson þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og svo þingmaður fyrir Borgaraflokkinn.
Guðjón Arnar Kristjánsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðar þingmaður og formaður Frjálslyndaflokksins.
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalags, utan flokka, Framsóknarflokksins og svo stefnir allt í að hann fari til Frjálslynda.
Gunnar Örlygsson Skipti úr Frjálslyndaflokknum í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann tapaði í varaformannskjöri í Frjálslyndaflokknum.

Það eru ábygglilega fleiri snillingar sem hafa skipt um lið. Í þessari talningu á ég ekki við félagaskipti eins og þegar Samfylkingin varð til úr sínum gömlu vinstri flokkum.


Ísland - Danmörk

Íslendingur nr 1Það verður hressandi leikur í kvöld hjá stráknum okkar á HM í Þýskalandi. Mikið ofboðslega langar mig að vera á þessum leik. Eftir að hafa verið á leikjunum í Magdeburg þá er erfitt að sitja heima í stofu og reyna að upplifa brot af þeirri stemningu sem var í Magdeburg.
En það þýðir ekkert að væla þetta, það er bara að vona að strákarnir geri sitt besta og þá eigum að klára þessa dani. Ég hef trú á Birki Kongó í markinu og svo held ég að Íslendingur nr 1 eða Alexander Pettersson verði maður leiksins. Eftir þetta mót verður sá leikmaður nr 1 hjá mér.


Margrét Sverrisdóttir

Það var alveg magnað að fylgjast með beinni útsendingu RÚV frá fundarstað Margrétar Sverrisdóttur í gærkvöldi. Ég hef aldrei skilið hvað það er svona merkilegt við Margréti Sverrisdóttur og hvað athygli hún fær endalaust í fjölmiðlum. Það er talað um hana eins og um mikinn og merkan stjórmálamann sé að ræða. Hún var framkvæmdastjóri minnsta stjórmálaflokks landssins og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Það hafa verið til stærri stjórnmálamenn á landinu en hún.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband