15.3.2007 | 19:27
PR menn Baugs að vinna sína vinnu....
Haldiði að það sé tilviljun að þessi upphæð sé afhent núna í miðjum réttarhöldum yfir þeim. Nei það efast ég um, þarna eru PR menn þeirra að vinna sína vinnu. Frábært framtak hjá Jóhannesi og fjölskyldur en tímasetningarnar í kringum þetta mál eru æði sérstakar.
![]() |
Gjafafé til hágæslu afhent á Barnaspítala Hringsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 11:00
Ný Vestmannaey kemur til hafnar í dag......
Óska öllum á eyjunni fögru í suðri til hamingju með nýjasta skipið í flotanum. Vona að Guð og gæfa fylgi þessu skipi og áhöfn þess.
![]() |
Ný Vestmannaey væntanleg til heimahafnar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 07:56
Líklega fáranlegasti pizzastaður í heimi...
mínum augum sauðir. Kavíar á pizzu getur ekki verið góð, mér er sama um
verðið en kavíar er horbjóður.
![]() |
Dýr pizza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 08:04
Williams formúlukarl styður Jón Ásgeir......
13.3.2007 | 11:31
Jafnrétti í íþróttum.....
13.3.2007 | 09:15
Alþingismenn munið að borða....
![]() |
Rætt um stjórnarskrá fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2007 | 17:19
Húmor í Danmörku.......
![]() |
Mótmælendum boðið upp á rjómabollur í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2007 | 15:54
Væl í landsbyggðinni...
landsbyggðin keppist um að væla utan í ríkisstjórninni í þeirri von að
á þau sé hlustað. Vestfirðingar héldu fund um sín vandamál, eyjamenn
reyna að berjast fyrir betri og bættum samgöngum til eyja, Húsvíkingar
vilja fá álver, þessir vilja fá jarðgöng og þessi vill fá hitt. Er það
orðið þannig að allur þungi framkvæmda á landinu er fyrir 101 og það
fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu, eða landsbyggðin búin að sjá það út
að það borgar sig að gráta aðeins utan í ráðamönnum og þá er þeim komið
til aðstoðar? Gjallarhornið er hættur að skylja þetta.
![]() |
Ríkisstjórnin mun ræða um vandamál Vestfjarða á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2007 | 22:17
Eru vinstri grænir lagðir í einelti...
Set á síðuna skoðannakönnun um líklega ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Endilega kjósið....
11.3.2007 | 08:16
Grafskipið Vestmannaey......
Ég las það að nú ætti að taka grafskipið Vestmannaey og brjóta það niður í brotamálma og selja úr landi. Skipinu var lagt á síðasta ári en það hefur þjónað Vestmannaeyja höfn frá árinu 1935. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki grafskipið þegar ég kem til eyja. Það er jú á grafskipinu sem allur minn sjómannsferill er og segist ég oft hafa verið eitt sumar á dagróðrarbát. En aldrei fórum við lengra en 20-30 metra frá landi. Ég starfaði hjá Vestmannaeyjahöfn árið 1997 og líkaði það vel. Á grafskipinu hafði ég það hlutverk að fara með sandprammana og tæma þá fyrir utan Ystaklett og var notast við þá aðferð að sleppa sandinum þegar gat opnaðist við Bjarnarey. Um borð voru frábærir menn, Jói á Þristinum, Hafsteinn Hestahnútur og Gísli Óskars með betri mönnum var ekki hægt að vinna, endalausar sögur og skemmtileg heit. Ég held ég endi þetta á orðum sem að bróðir afa hann Eggert sem var vélstjóri á grafskipinu í mörg ár notaði alltaf um borð: "Það eru bara greifar sem starfa á grafaranum." Nú hverfur mín sjánlega minning um minn sjómannsferil og verð ég að notast við sögur og minningar til þess að rifja upp þennan skemmtilega tíma minn sem sjómaður.
Upplýsingar um grafskipið Heimey.
http://www.heimaslod.is/?title=Grafskipi%C3%B0
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2007 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)