First we taka Manhatan....

Gjallarhorninu grunar að þetta sé fyrsta skrefið hjá Björgúlfi og Straumi í fjárfestingum í Bandaríkjunum. Íslenskir fjárfestar hafa lítið fjárfest í Bandaríkjunum og má segja að fjárfesting Baugs með Bónus Dollar Store sé eina stóra fjárfestinging í Bandaríkjunum hjá Íslenskum fjárfestum. Á síðasta ári fjárfesti FL Group í AMR og hafa þeir tapað á þeirri fjárfestingu miðar við gengi hlutabréfa AMR í dag.
Mig grunar sterklega að Björgúlfur og Jón Ásgeir fari að snúa sér í auknu mæli að fjárfestingum í Bandaríkjunum, Jón Ásgeir er t.d. nýbúinn að fjárfesta í íbúð í New York og sagði hann í viðtali við Jón Ársæl að á næsta ári myndu hann og Ingibjörg setjast að í New York.


mbl.is Ráðning nýs forstjóra Straums-Burðaráss sögð marka tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hux átti hugmyndina...

Pétur Gunnarsson www.hux.blog.is átti samkvæmt bloggi Össurar hugmyndina að ráðningu Einars Karls. En Össur bloggaði" Ég las á bloggi Péturs Gunnarssonar að rétt eftir að ég kom í ráðuneytið hefði skeiðað þar inn Einar Karl Haraldsson, og Pétur taldi því einsýnt að hann yrði aðstoðarmaður minn. Pétur lifir sennilega í öðrum heimi þessa dagana einsog margir góðir Framsóknarmenn. Einar Karl kom því miður hvergi nærri iðnaðarráðuneytinu í dag - en fjandi er þetta góð hugmynd hjá Pétri!"

 Kannski að Össur ráði Pétur sem ráðgjafa ráðherra en þeir ganga oftast undir nafninu aðstoðarmaður aðstoðarmanns en þeir sem hafa t.d. verið aðstoðarmenn aðstoðarmanna eru Mörður Árnason (Ólafur Ragnar ráðherra) og Þórlindur Kjartansson (Geir H Haarde) þannig að Pétur væri þá kominn hóp góðra manna.


mbl.is Einar Karl ráðinn aðstoðarmaður Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi elska...

Já hún stórvinkona mín hún L.Lo eins og við vinirnir köllum hana hringdi í mig alveg miður sín eftir þetta partý, hún hafði misst stjórn á drykkju sinni vegna þess að þarna voru einhverjir óprútnir náungar voru að ræða um það hvort hún hefði fengið sér silikon. Hún tók þessu auðvitað nærri sér og sagði ég henni að það sem skipti máli væri að við vinirnir hennar og fjölskylda vissum sannleikan í málinu.  Ég fékk hann inn á það að fara í meðferð og ætlar hún að fara í lok vikunnar. Ég hef hjálpað morgun með áfengisvandamálin sín. L.Lo, Britney, Jeltsin, Whitney Houston, dætur Bush og Eyþór Arnalds eru einstaklingar sem hringja reglulega í mig útaf sínum vandamálum. Það þarf að hafa mikla þolinmæði og lagni til að geta hjálpað þessu fræga fólki en það hefur bjargast hingað til.
mbl.is Lohan í meðferð að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þrái heimaslóð.........

Gott að vita að farfuglarnir séu komnir heim til eyja, þeir passa eyjuna fögru á meðan ég er í burtu. En mikið svakalega fær maður mikla heimþrá bara við það eitt að lesa svona frétt. Vestmannaeyjar eru og verða alltaf HEIM.
mbl.is Hvítur hrossagaukur hreiðrar um sig í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú liggja Danir í því...

Miðað við þau viðbrögð sem upp komu þegar Baugur og fleiri íslensk fyrirtæki hófu sínar fjárfestingar í Danmörku má búast við miklum skrifum þegar litla Færeyjar er farið að fjárfesta í Baunalandinu sjálfu. Nú er bara að bíða og sjá hvort að Grænlendingar fari ekki að hefja upp röst sína og klóra í þetta nýlenduveldi sem Danir halda að þeir séu.
mbl.is Færeyskur banki fjárfestir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjir herrar láta vita af sér...

Það er greinilegt að Lárus Welding er að breyta aðeins áherslum Glitnis og nú á að taka Bretland með krafti. Lárus var forstöðumaður Landsbankans í London og því þekkir hann vel inn á þennan markað. Það verður gaman að fylgjast með því hvaða árangri Glitnir ná í Bretlandi, Bretar eru íhaldsamir og hlaupa ekki upp til handa og fóta þegar nýjir menn mæta í kaffi. 
mbl.is Glitnir með auglýsingaherferð á Bretlandseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er gleðilegt...

Það er alltaf gaman að lesa fréttir af því þegar KR tapar og það að KR-ingar skulu vera í síðasta sæti er hið besta mál og gleður mig mjög.
mbl.is KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spái sigri hjá enska liðinu...

Enska landsliðið hefur spilað skelfilega frá því að Steve McClaren tók við enska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi síðasta sumar. Koma David Beckham inn í landsliðið bætir vonandi stöðu enska liðsins enda Beckham leikreyndur leikmaður og frábær knattspyrnumaður. Ég mun typpa á sigur enska liðsins á móti Brasilíumönnum á Wembley á föstudaginn.
mbl.is Beckham mættur í slaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfullegt barnaefni...

Þetta er ekkert annað djöfullegt barnaefni ef að það sannast í Póllandi að þetta séu samkynhneigðir Stubbar Devil
mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Rússar?

Ég held að þeir skelli bara á þegar sendiherra Breta hringir í þá.
mbl.is Bretar óska formlega eftir því að Rússar framselji Lúgóvoj
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband