Óskiljanleg hegðun...

Ég bloggaði fyrr í dag um þessa svokölluðu atvinnuaumingja. En ég kalla þessa mótmælendur það, þeir skemma fyrir sínum málstað með því að eyðileggja eigum einstaklinga sem ekkert hafa með G-8 að gera, þeir haga sér eins og fávitar og eru sér til skammar og það er ótrúlegt að þetta séu einstaklingar sem flestir teljast sem fullorðið fólk. Það að 150 lögreglumenn skulu hafa særst í mótmælum sem þessum segir soldið um hörkuna í þessum vitleysingum og hvernig þetta hisski hugsar. Það er ekki oft sem ég kalla einstaklinga þessum nöfnum en í þessu tilfelli dreg ég úr skoðunum mínum þegar ég gef þessum mótmælendum nafn. 
mbl.is 150 lögreglumenn hafa særst í átökum við mótmælendur í Rostock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Undir hvað flokkar þú atvinnueyjamann nr. 1.?

Ef þú skilur ekki hvert ég er að fara, þá á ég við þingmanninn sem BYKO-strákurinn kom upp um og fór á Kvíabryggju fyrir vikið, en Eyjamenn kusu síðan, hver um annann þverann, til Alþingis í vor.

Jóhannes Ragnarsson, 3.6.2007 kl. 00:26

2 identicon

Athugasemd þín, flokkast undir heimsku. Þú ættir að kynna þér heimsspeki . Svona harkaleg mótmæli, eru brunaviðvörun fyrir hvern lýðræðislega kjörinn leiðtoga !

Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: Skarpi

Oh, hvað heldur þú - sem lest fréttirninar svo rosalega beint af augum - hvað heldur þú að margir "atvinnuaumingjar" hafi lemstrast, fyrst 150 brynjaðir löreglumenn hafi slasast? Þrefalt fleiri?  Fimmfalt fleiri? -- Kysstu vöndinn.... ekki munu börnin því gútera þínar hugsjónir...

Skarpi, 3.6.2007 kl. 03:10

4 identicon

Þetta kallast terrorismi, þ.e.a.s. þegar ekkert er hlustað á skoðanir fólks og það reynir í örvæntingu að vekja athygli á sér með öllum tiltækum ráðum. Getur verið slæmt fyrir málstaðinn, en ekki gleyma að fólk getur yfirleitt ekki náð til þessara ósnertanlegu ráðamanna, sem að að mínu áliti mættu alveg fá fyirr ferðina margir og verður að gera eitthvað sem að orsakar að fjölmiðlar fara að fjalla um þetta, og það að ekki er lengur tekið neitt mark á mótmælum heldur þau pumpuð niður með táragasi sem að verður til þess að þau verða alltaf harðari og harðari í hvert skipti er alvarleg þróun

Hlynur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 03:15

5 Smámynd: Kjartan Vídó

Jóhannes þegar Árni Johnsen var kosinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þá fékk hann um 3200 atkvæði yfir allt suðurkjördæmi í þessu prófkjöru kusu 800 eyjamenn og ekki fékk hann öll þau atvkæði og minna hlutfall kaus svo í kosningunum núna fyrir nokkrum vikum. Það er fáranlegt að segja að eyjamenn beri ábyrgð á ð hafa kosið hann enda hann ekki allra þar eins og annarstaðar.
Nú kemur ekkert fram í fréttini hversu margir atvinnuaumingjar hafi slasast og þar til að það kemur fram þá er það á reiki hversu margir þeir eru. Ég veit ekki alveg hversu gáfuleg sú örvæntingin er að þurfa að eyðileggja eigur annara saklausa borgar til að ná athygli ráðamanna. Öll þessi eyðilegging skemmir fyrir annars ágætum málstað þessara einstaklinga. Fyrir mér má fólkið mótmæla, það má ganga um götur og berjast fyrir sinni sannfæringu, en að kveikja í og skemma eigur annara það finnst mér svo langt frá því að vera heilbrigt og þess vegna eru þessir einstaklingar atvinnuaumingjar.

Kjartan Vídó, 3.6.2007 kl. 06:26

6 identicon

Skil ekki hvað það eru margir fullorðnir einstaklingar í jafn upplýstu samfélagi og Ísland á að teljast vera, sem eru tilbúnir til þess að verja aðgerðir þessa fólks, sem fer um skemmandi eigur einstaklinga sem hafa ekkert annað unnið sér til saka en að búa þar sem G-8 ráðstefnan fer fram. Sama hversu góður meintur málstaður þessa fólks kann að vera réttlætir það aldrei gjörðir þeirra. Enda kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvort ekki sé stór hluti að þessum "mótmælendum" sem er einfaldlega fólk með skemmdarfýsn sem er að fá útrás fyrir sínum löngunum. Enda er slíkum lýð yfirleitt í nöp við yfirvald, og leiðist ábyggilega ekki tækifærið til þess að fá að berja á eins og 150 lögreglumönnum sem einungis eru að sinna sínu afar þarfa starfi.

Helgi (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband