Hvað gengur fólki til?

Það er með ólíkindum hvað maðurinn getur verið fjandi viðbjóðslegur og á síðasta ári hafa verið 3-4 fjórar fréttir svipaðar héðan frá Austurríki. Krakkar hafa verið lokaðir í kjallara í fjölda ára og tvo morðmál á börnum, fréttir héðan eru uppfullar að þessu eins og skiljanlegt er. Það að eignast barn er það stórkostlegasta sem nokkur einstaklingur getur upplifað, að sjá barnið sitt dafna og stækka og taka framförum er forrétindi sem ekki allir fá að njóta. Síðustu vikurnar hefur t.d. dóttir mín gert foreldra sína yfir sig stolta með teikningum sínum og hún er farin að skrifa stafi og þekkir stafi fjölskyldunnar. Fyrir mér er þetta svo merkilegt og finnst mér dóttir mín hinn mesti snillingur og er ég þakklátur fyrir að hafa eignast hana.
En sífeldar fréttir af svona hryllingi gagnvart börnum valda mér miklum óhug. Börnum er rænt, þau beitt kynferðisleguofbeldi og þau drepin. En þetta eru hlutir sem eru að gerast útum allan heim. Ekki bara fyrir utan evrópu, og kynferðisofbeldi gegn börnum gerast á Íslandi. Það er með ólíkindum hvað einstaklingar geta verið sjúkir vegna þess að heilbrigðir einstaklingar gera ekki svona lagað.

mbl.is Lík þriggja nýbura fundust undir kjallargólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

hræðileg fréttannars góða helgi

Adda bloggar, 3.6.2007 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband