20.5.2007 | 16:34
Hvað gera grænu 101 íbúarnir..
Nú verður gaman að sjá hvað íbúar í 101 Rvk sem hafa mótmælt virkjunum og hafa talað um það að næg tækifæri væru að finna án álvera og stóriðju. Þeir hljóta að hafa eitthvað handa þeim fyrir vestan. Ótrúlegt hvað heyrist lítið í þessu menningarliði þegar eitthvað gerist sem miður fer út á landi. Þeir hefðu nú látið í sér heyra ef að þessi prósenta hefði misst vinnuna á höfuðborgarsvæðinu.
Jón Bjarnason óskar eftir fundi um um stöðuna á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eina ástæðan fyrir því að þessar 120 manneskjur misstu vinnuna er hagstjórn síðustu ríkisstjórnar. Það hefur komið fram að gríðarhátt vaxtastig og gengissveiflur knúðu eigendur Kambs til að selja kvótann.
Græna liðið í 101 vill eðlilegt umhverfi til að fólk geti rekið fyrirtæki út um allt land. Það vill ekki að erlendir auðhringir setji þjóðfélagið á hvolf til að' skapa nokkur hundur störf á Austfjörðum.
Kristbjorn (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.