13.5.2007 | 18:25
Kemur svo sem ekki á óvart.
Gjallarhornið getur ekki sagt að þetta komi Gjallarhorninu á óvart að einhverjir striki Árna út en þessi fjöldi er gríðarlegur. Þessar útrikanir eru verkfæri kjósenda að láta í ljós skoðun sína á frambjóðendum í kosningum og ef að ég man rétt getur kjósandi breytt röðun lista þegar kosið er. En það þarf miklar útrikanir svo að þetta virki en í þessum kosningum hefur þetta virkar og má búast við því að Árni og Björn falli niður um eitt sæti. Ég ætla ekki að tjá mig hér um Árna en ég skil ekki útrikanir Björns. Björn hefur staðið sig frábærlega í sínu embætti og er hann einn okkar albesti stjórnmálamaður, hann var góður menntmálaráðherra og hann hefur tekið löggæslu mál hér í landi föstu tökum og gert lögregluna enn betri og sýnilegri. Þó svo ég skilji ekki afhverju hann rekur ekki Ásdísi vinkonu mína út löggunni
22% strikuðu yfir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árni skiptir fólki í fylkingar, þeir sem eru með eða á móti honum. Það er því ekkert merkilegt við það þó 20% vilji hann burt. Það segir mér bara að 80% vilji að hann sé á sínum stað. Maður með 80% fylgi í sínum flokk er vel lýðræðislega tryggður!
Vilhelmina af Ugglas, 13.5.2007 kl. 18:45
Kjartan, hef grun um að kjósendur hafi ekki verið að strika yfir Árna J. heldur hafi það verið að strika undir hann til frekari áherslu.
ÓM
ÓM (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.