Löng nótt að baki...

Ein vika í pólítik getur verið langur tími en ég held að þetta sé lengsta kosningavaka sem sögur fara af á Íslandi. Það var svo sannarlega ánægjulegt að vakna upp við það að ríkisstjórnin hafi haldið velli en tæpt var það. Það sem ég er ánægðastur með eftir þessa kosninganótt er það að Sjálfstæðisflokkurinn er með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum og hefur það aldrei gerst áður. Við bættum við okkur fylgi í Suður og suðvestur kjördæmi. Bjarni Harðarson snillingur er á þingi. Mörður Árnason, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall, Magnús Þór Hafsteinsson og Guðfríður Lilja komust ekki á þing en þetta eru einstaklingar sem ég hef ekki mikið álit á.

Það sem ég er óánægður með er að Grétar Mar andstæðingur eyjanna nr 1 komst á þing ásamt Jóni Magnússyni. Og hvað í fjandanum er að gerast þegar Ellert B Schram kemst á þing eftir margra ára fjarveru.

En fjölmiðlar eru alveg ótrúlegir og þetta kom fram í nótt hjá þeim: Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari kosningana, Samfylkingin sigurvegari miðað við skoðannakannanir og Vinstri Grænnir sigurvegari í fylgisaukningu en samt búnir að tapa miklu fylgi í skoðannakönnunum.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´........og Framsókn sigurvegari þrátt fyrir allt, hefur möguleika á að sitja í áframhaldandi ríkisstjórn, þrátt fyrir að hafa tapað 5 mönnum og eru í sögulegu lámarki.

Lára Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband