11.5.2007 | 01:00
Frábærir frambjóðendur.
Ég á mér uppáhalds frambjóðendur í öðrum flokkum en þeim sem ég styð og það eru:
Vinstri grænir
Steingrímur J: Fastur á sínu og maður veit hvar maður hefur hann
Katrín Jakobsdóttir: Hef gaman að henni, hún er klár og hefur ákveðinn sjarma
Aldís Gunnardóttir: Fallegasti kommi sem til er en hún er of klár að mínu mati til að vera í VG
Samfylking:
Ingibjörg Sólrún: Elska hana
Björgvin Sigurðsson: Þekkir ekki mun á þorsk og ufsa og maðurinn ætlar að verða menntamálaráðherra.
Lúlli Bedda: Týndi frambjóðandinn
Helgi Hjörvar: Rödd Emils í Kattholti á plötunni góðu.
Framsókn:
Bjarni Harðarson: Myndi vilja hafa þann snilling í Sjálfstæðisflokknum, segir sína skoðun hreint út.
Birkir Jón: Enn með sömu hárgreiðslu og þegar hann fermdist, leggur áherslu á orð sín með miklum handarhreyfingum.
Siv Friðleif: Hún er glæsileg í leiðurgallanum á mótorhjólinu.
Samúel Örn: Hver er Íslands eina von, það er Samúel Örn Erlingsson
Frjálslyndir:
Grétar Mar: Var með síðasta bindi sem sögur fara af á fundi í Höllinni og tryggði að mjög fáir eyjamenn kjósi Frjálslynda á eyjum þegar hann talaði um að taka aflaheimildir eyjamanna af þeim.
Jón Magnússon: Líklega þrautsegjasti frambjóðandi sögunar, er nánast búinn að starfa fyrir alla flokka.
Hanna Birna: Ef að minnið mitt er fara með mig þá man ég eftir henni í leikfélaginu í gamla daga og ef ég man eftir henni þá er hún góður leikari.
Íslandshreyfingin:
Ásta Þorleifsdóttir: Ræðarinn mikli, jarðfræðingurinn og flugmaðurinn. Kona sem hefur borðað meiri sand sem fullorðin kona en sem barn.
Jakob Frímann: Syngir fallegasta lag sögunar Vís er fagur Vestmannaeyjabær
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.