Gott hjá Google en afhverju Brandurinn er ekki á Google Earth?

kofiÞetta er skemmtilegt concept hjá þeim google mönnum, og þetta er sniðugt hvernig þeir gefa upplýsingar um stöðu mála í Darfur. Eitt sem ég er gríðarlega óánægður með er að þegar skoðaðar eru Vestmannaeyjar þá eru upplýsingar um Álsey og Suðurey en ekkert um Brandinn. Sko fólk verður að gera sér grein fyrir því að Brandurinn er fallegasta eyjann í Vestmannaeyjaklasanum. Það að setja þessar hjálegur eins og Ásley og Suðurey þarna inn er bara brandari því ekkert er varið í þessar eyjur. T.d. eru þeir sem veiða í Suðurey svo leiðinlegir að þangað hefur ekki komið gestur í mörg ár og þeir í Álsey rata ekki út í sína eyju og villast reglulega á leiðinni þangað. Þeir í Ásley hafa ákveðið að setja línu í Stórhöfða til að leiðbeina sér rétta leið. 

Brandurinn lengi lifi húrra húrra húrra... 

ATH: Ég er EKKI á neinn hátt að bera saman ástandið í Darfur í Brandinum, enda ekkert ástand í Brandinum en neyðarástand í Darfur sem er alvarlegur hlutur.


mbl.is Google hjálpar Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.... ber að skilja að hér sé verið að bera saman ástandið í Darfur og skort á nöfnum á einhverjum skerjum í kringum Vestmannaeyjar....

brandurinn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Já nei nei ég er ekki á neinn hátt að bera þetta saman. Fór inn á þetta google Earth í dag flakkaði um heiminn og skoðaði mína heimahaga á flakkinu og sá þá að Brandurinn var ekki inn á google Earth. Svo vil ég taka það fram að Brandurinn er langt frá því að vera sker. Brandurinn er fallegastur, stæðstur, mestur og bestur.

Kjartan Vídó, 11.4.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Daði Ólafsson

Þetta er rétt en ekki rétt, það er fáránlegt að perlunni í suðri séu ekki gerð almennileg skil á þessu árans Google earth ég ætla að senda þessum gæjum Helliseyjarljóðið þá dettum við inn eftir helgi og þú færð líklega að fylgja með svona afa vegna.. 

Daði Ólafsson, 11.4.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Kæri frændi staða ykkar í Hellisey væri erfiðari ef að þið hefðuð ekki notað þeirra aðstoðar sem að við í Brandinum höfum sent ykkur á hverju kvöldi með hafstraumunum. Þið myndum svelta í hel þarna úti ef að að góðmennsku Brandara nyti ekki við. En sammála er ég að skömm er að hafa ekki Brandinn og Hellisey, þær eyjar eru fallegri en Suðurey og Ásley sem flokkast ekki undir eyjar heldur hjálegur í mínum orðabókum

Kjartan Vídó, 12.4.2007 kl. 06:46

5 identicon

ÁLsey ekki ÁSley Kjartan minn!   Ekki svona svekktur að fallegasta eyjan sé þarna inni en ekki skerið þitt!

KV

Inga Lilý (barnabarn Sigurgeirs í Skuld)

Inga Lilý (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:19

6 Smámynd: Kjartan Vídó

Sæl og blessuð Inga Lilý....

Það er móðgun við fallegar eyjar eins og Brandinn og Heimaey að þið sem sækið hjáleguna við Brandinn skulið kalla þetta eyju. Álsey er og verður alltaf sker. 

Kjartan Vídó, 12.4.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Daði Ólafsson

Hvað er að heyra? Ég veit ekki að það hafi nokkuð flotið inná poll í Hellisey merkt Bröndurum nema kannski tvær eða þrjár tómar kókdósir. Sem er jú skiljanlegt þar sem að ekkert annað flýtur þarna útfrá því það er alvitað hvað Brandarar eru illir í glasi.

Daði Ólafsson, 13.4.2007 kl. 15:07

8 Smámynd: Kjartan Vídó

Lifandis rugl er þetta í þér frændi. Síðasta sumar þegar ég var í Brandinum fengu Siggi Braga, Kalli Haralds og Halli Hannesar nautakjöt, lunda og læri frá okkur, og ekki nóg með það heldur fengi þeir einnig sófasett, stóla og nagla til sín. Þegar þeir höfðu samband við okkur eitt kvöldið þá kvörtuðu þeir ekki yfir sendingunni og voru saddir og sáttir.
Ekki veit ég hvaðan þú hefur fengið þá hugmynd að Brandarar séu illir í glasi, það sést ekki áfengi á nokkrum Brandara, hvorki í Brandinum né á Heimaey.

Kjartan Vídó, 13.4.2007 kl. 17:55

9 Smámynd: Daði Ólafsson

Já ég talaði líka um Helliseyinga og ég un nú seint setja þar Tralla Haralds og Harald vippu Hannesson í fremstu röð. Annars var þetta nú að mestu leiti góðlátlegt grín fyrir utan að ég mætti í gleðskap hjá Árna vini mínum Johnsen á fimtudagskvöldið þá voru þeir Helgi forseti og Borgþór Ásgeirsson (stór-Brandarar að eigin sögn) að fá sér í glas og fannst þeir ekki líklegir til afreka. En það er saga sem ekki verður kunngjörð við þjóðina strax,einnig kom upp sú tillaga um að fá Helliseyinga í verktakavinnu við  súlumorð í Brandinum svo það er spurning um að maður rekist á þig þarna við tækifæri. 

Daði Ólafsson, 14.4.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband