17.3.2007 | 17:19
Ef mér er mikið mál þá pissa ég bara í....
Hvort er betra að míga á rútugólfið eða í buxurnar? Ég er á því að drengurinn hafi brugðist rétt við að míga á rútugólfið. Það má alltaf þrífa gólfið en erfitt er það fyrir strákinn að sitja hlandblautur og í blautu sæti á leiðarenda. Rútubílstjórinn var greinilega annt um að halda sinni tíma áætlun. En hvar voru foreldrarnir, er allt í lagi að senda átta ára strák einan með rútu?
Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, er ekki í fínu lagi að senda börn ein í rútu eitthvert ef einhver tekur á móti þeim? Ég fæ ekki betur séð.
Guðmundur D. Haraldsson, 17.3.2007 kl. 18:58
Þú fyrirgefur Guðmundur en ég er kannski litaður af fréttum frá Þýskalandi fyrir 2-3 vikum þegar 9 ára dreng var nauðgað og hann svo myrtur af barnanýðingi. Drengurinn var einmitt einn í sporvagni. Ég veit jafnframt að Ísland er nokkuð save en maður veit aldrei hvar hætturnar leynast.
Kjartan Vídó, 17.3.2007 kl. 19:02
Ég hafði sterkan grun um að síðasta setningin væri lituð af fréttum.
Mér finnst mjög eðlilegt að hugsa sig tvisvar um áður en maður sendir barnið sitt eitt með rútu. Líklegast er skynsamlegt að biðja bílstjórann að hafa auga með barninu, sjá til að einhver sæki það, kenna því nokkrar einfaldar reglur varðandi ókunnugt fólk og íhuga hversu vel maður treystir barninu.
Guðmundur D. Haraldsson, 17.3.2007 kl. 19:15
"Líklegast er skynsamlegt að biðja bílstjórann að hafa auga með barninu"
Heldur þú að þessi bílstjóri t.d. sem vildi ekki leyfa krakkanum að pissa, nenni eitthvað að fylgjast með honum þá í staðin ? Einhvernvegin grunar mig ekki.
Axel (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:47
Nei, ég held það bara ekkert. Enda var þetta meint almennt hjá mér, ekki fyrir þetta ákveðna tilfelli. Umræðan teygði sig út fyrir umræðuefnið um þennan tiltekna dreng...
Guðmundur D. Haraldsson, 17.3.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.