Formaðurinn á Kanarí........

Stjórnmálin koma manni á óvart á hverjum degi. Samfylkingin virðist vera í frjálsu falli og það að formaðurinn hennar sé á Kanarí virðist ekkert ætla að skila þeim neinu. Ég hafði miklar áhyggjur af því þegar ég las að Ingibergur Sólbrúnn væri á Kanarí að hvíla sig. Ég hef alltaf haft óbilandi trú á Ingibergi S sem stjórnmálamanni. Ingibergur Sólbrúnn þurfti t.d. aldrei að taka þátt í prófkjöri þegar Ingibergur Sólbrúnn starfi með R-listanum, Ingibergi var svo boðið að vera forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar án þess að þurfa að berjast fyrir þeim titli. En þessum titli fylgdu álög sem að ekki voru af hinu góða. R-listinn sprak á endanum og hafði prufað flest alla sem höfðu hæfileika til þess að starfa sem borgarstjóri frá þeim tíma sem Ingibergur Sólbrúnn fór í framboð.
Svo einn góðan veður dag ákvað Ingibergur Sólbrúnn að fara í slag við Össurinn og vann hún hann með miklum mun. En þá fóru líka álögin að segja til sín. Samfylkingin tók að minnka og minnka. Ingibergur Sólbrúnn fór að segja að fólkið í landinu treysti ekki þingflokknum en samt ætlar Ingibergur að mæta með nánast sama lið í næstu keppni. Svo sagði Ingibergur Sólbrúnn að Samfylkingin væri að tala allt of mikið um stjórnmál og það væri ekki gott fyrir stjórnmálaflokk.
En núna hefur Ingibergur Sólbrúnn ákveðið að fara til Kanarí til þess að sjá hvort að Össurinn nái ekki að aflétta þeim álögum sem að Ingibergi fylgja. En álfkonan segir að það sé of seint.
En Ingibergur Sólbrúnn verður alltaf minn uppáhaldsstjórnmálamaður, þvílíkur ferill sem formaður Samfylkingarinnar.


mbl.is Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Alveg eðal eyjahúmor, fyndið hvernig þú uppnefnir hana. Ingibergur Sólbrúnn þetta hlýtur að festast við hana.

Tómas Þóroddsson, 8.3.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband