Vinir í vandræðum.

Ég veit ekki hvað ég hef gert af mér. Flestir vinir mínir eiga í persónulegum vandræðum þessa daganna og ég hef ekki undan að svara símtölum frá þeim. Fyrst var það Whitney Houston og hennar vandamál, ég náði að koma henni til hjálpar og stendur stelpan sig vel í dag. Svo var það George Bush sem var í vandræðum með dætur sínar og djammið á þeim. Gjallarhornið fór auðvitað í málið og náði að koma systrunum í skylning um það að áfengi væri ekki að gera þeim gott. Miðað við síðasta samtal mitt við Bush þá virðist ástandið á þeim vera betra og mun ég hitta þær aftur við fyrsta tækifæri. Svo er það sorgarsagan af Britney, ég bloggaði um daginn að ég hefði yfirgefið hana og hún væri ekki lengur vinur minn. Nei Nei, mamma hennar hringir í mig og ég er beðinn um að koma henni í meðferð eftir atriði síðustu viku hjá henni. Svo skrifa blöðin út í heimi að mamma hennar hafi hringt í Justin Timberlake, já nei nei Gjallarhornið var settur í málið ekki einhver smjörkarl.
Ég var að vona að þessu færi nú að ljúka. Í gær hringi Angelina Jolie í mig og bað mig að finna handa þeim hjónum ráðfjafa. Ég ræddi aðeins við þessa elsku og komumst við að því að það væri best að ég tæki þau í viðtal, þannig að næsta vika fer í það að sjalla þetta vandamál þeirra. Ég veit eiginlega ekki hvar þetta endar. Þetta þotulið er að gera mig brjálaðan.
mbl.is Samband Jolie og Pitt sagt í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Kjartan.

Kærar þakkir fyrir sendinguna með póstinum í dag. Hún hefur vakið mikla kátínu víða og ef marka má leiðbeiningar sem pakkanum fylgja þá getur innihaldið  veitt ómælda ánægju. Er ekki sagt að hver sé sínum gjöfum líkur?

Þakka þér og félögum þínum fyrir skemmtilega daga á HM í Magdeburg. E.t.v. gefst einhverntímann tækifæri til þess að rifja upp örlítið brot af þeim. Þá getur verið gott að hafa pakkann góða við hendina!

kveðja, Ívar Benediktsson. 

Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband