30.1.2007 | 14:24
Að skipta um lið.
Núna þegar það virðist vera í tísku að skipta um "lið" í stjórnmálum þá er gaman að skoða nokkur nöfn sem hafa skipt um "lið". Ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hef afrekað það að segja mig úr flokknum einu sinni en ég skipti ekki um "lið".
Hérna eru nokkrir þingmenn sem ég mundi eftir að hafa skipt um "lið".
Ólafur Ragnar Grímsson sat í miðstjórn Framsóknarflokksins 1967-1974 og varð síðar formaður Alþýðubandalagsins.
Össur Skarphéðinsson sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1985-87 og var ritstjóri Þjóðviljans 1984-87 og síðar formaður Samfylkingarinnar, mig minnir að hann hafi líka einhvern tímann verið í Framsóknarflokknum.
Albert Guðmundsson þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og svo þingmaður fyrir Borgaraflokkinn.
Guðjón Arnar Kristjánsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðar þingmaður og formaður Frjálslyndaflokksins.
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalags, utan flokka, Framsóknarflokksins og svo stefnir allt í að hann fari til Frjálslynda.
Gunnar Örlygsson Skipti úr Frjálslyndaflokknum í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann tapaði í varaformannskjöri í Frjálslyndaflokknum.
Það eru ábygglilega fleiri snillingar sem hafa skipt um lið. Í þessari talningu á ég ekki við félagaskipti eins og þegar Samfylkingin varð til úr sínum gömlu vinstri flokkum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við þetta má bæta Jóni Baldvin Hannibalssyni sam var fyrst Allaballi, svo í samtökum frjálslyndra og vinstri manna þá alþyðuflokki.
Forseti vor fór fyrst á þing haustið 1974 fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þannig að hann er einn þeirra sem náðu því að gegn trúnaðarstöðum fyrir 3 mismunandi stjórnmálaflokka.
Hannibal pabbi Jim Beam náði því auðvitað að verða formaður þriggja stjórnmálaflokka, nokkuð sem enginn hefur leikið eftir. Fyrst alþýðuflokks, þá alþýðubandalags svo SFV.
Ágúst Einarsson var í alþýðuflokki, þá Þjóðvaka svo Samfylkingu
Ásta R. Jóhannesdóttir var í framsókn áður en hún fór í Þjóðvaka þaðan sem leiðin lá eðlilega í samfylkingu.
Jónína Bjartmars sóttist eftir vegtyllum hjá Sjálfstæðisflokki áður en hún svissaði yfir til framsóknar þar sem þröskuldar eru lægri.
Þetta er bara það sem ég man í fljótu það eru miklu miklu fleiri.
Friðjón R. Friðjónsson, 31.1.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.