Færsluflokkur: Íþróttir

Er þetta næst síðasti leikur Óla Stef?

Það er stutt í leik Íslands á móti Rússlandi um það hvort liðið leikur
um 5.sætið á HM í Þýskalandi. Strákarnir hafa spilað frábærlega á þessu
móti. En ég er hræddur um að þeir séu orðnir frekar þreyttir í
líkamanum enda erfitt að spila þessa leiki á svona fáum dögum. En það
sem ég hræddastur um er það að þetta verði næst síðasti leikur Óla Stef
með landsliðinu. Hann er búinn að spila í mörg ár og mig grunar að
þetta verði hans síðasta stórmót og hann hætti eftir leikinn um sæti.
Hann hefur spilað frábærlega á þessu móti, hann er meiddur á öxl en
alltaf gefur hann sig 100% í allt sem hann gerir. Ég held að hann sé
þannig persóna að hvað sem hann gerir gerir hann vel og alltaf 100%. En
vonandi náum við að klára rússana í kvöld og spila svo um 5-6.sætið í
framhaldinu. GANGI YKKUR VEL....
mbl.is Arnór fyrir Einar, Róland reynir, Snorri slappur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lambið fær heimþrá..

margret_laraEin albesta knattspyrnukona landsins Margrét Lára Viðarsdóttir er á heimleið eftir að hafa spilað síðustu misseri með þýska úrvalsdeildarliðinu Duisburg. Samkvæmt heimildum www.visir.is þá á Margrét að hafa verið með mikla heimþrá sem endaði með því að hún rifti samningnum sínum við liðið. Ég verð að segja það þar sem ég þekki hennar fjölskyldu ágætlega þá skil ég þessa heimþrá vel ef að hún er til staðar. Amma Margrétar hún amma Maggý sem kallar Margréti sína alltaf lambið sitt er kona sem auðvelt er að sakna, svo ekki sé talað um bróðir Margréti Dr. Bjarna Geir. Ég skil þessa heimþrá og finnst hún bara flott Smile
mbl.is Margrét Lára hætt hjá Duisburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur leikur....

snorri_gudjonssonJæja þá er draumurinn úti að þessu sinni. Þó svo að við höfum tapað var þetta ágætur leikur hjá strákunum. Markmennirnir áttu ekkert sérstakan dag en þannig er það stundum. Snorri Steinn var ótrúlegur, hann hefur sjaldan verið í uppáhaldi hjá mér en eftir þetta þá þykir mér vænt um karlinn. Nú reynum við bara að ná 5.sætinu. En þetta var spennandi leikur og ég var að verða vitlaus á tímabili. Það er ótrúlegt hvað eitt landslið getur sameinað eina þjóð, meira segja tengdamamma horfði á nokkra leiki, kona sem horfir aldrei á íþróttir. 
Þar sem ég er búsettur í Salzburg þurfti ég að horfa á leikinn í gegnum netið og það var breskur þulur að lýsa leiknum. Hann var algjörlega á bandi baunanna en hann átti einn ágætan brandara og það var þegar hann spurði hvort að það væri ekki einhver í markinu hjá Íslendingum, markmennirnir höfðu ekki varið í SOLDIÐ langan tíma.

Ísland - Danmörk

Íslendingur nr 1Það verður hressandi leikur í kvöld hjá stráknum okkar á HM í Þýskalandi. Mikið ofboðslega langar mig að vera á þessum leik. Eftir að hafa verið á leikjunum í Magdeburg þá er erfitt að sitja heima í stofu og reyna að upplifa brot af þeirri stemningu sem var í Magdeburg.
En það þýðir ekkert að væla þetta, það er bara að vona að strákarnir geri sitt besta og þá eigum að klára þessa dani. Ég hef trú á Birki Kongó í markinu og svo held ég að Íslendingur nr 1 eða Alexander Pettersson verði maður leiksins. Eftir þetta mót verður sá leikmaður nr 1 hjá mér.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband