11.4.2007 | 12:21
Gott hjá Google en afhverju Brandurinn er ekki á Google Earth?
Þetta er skemmtilegt concept hjá þeim google mönnum, og þetta er sniðugt hvernig þeir gefa upplýsingar um stöðu mála í Darfur. Eitt sem ég er gríðarlega óánægður með er að þegar skoðaðar eru Vestmannaeyjar þá eru upplýsingar um Álsey og Suðurey en ekkert um Brandinn. Sko fólk verður að gera sér grein fyrir því að Brandurinn er fallegasta eyjann í Vestmannaeyjaklasanum. Það að setja þessar hjálegur eins og Ásley og Suðurey þarna inn er bara brandari því ekkert er varið í þessar eyjur. T.d. eru þeir sem veiða í Suðurey svo leiðinlegir að þangað hefur ekki komið gestur í mörg ár og þeir í Álsey rata ekki út í sína eyju og villast reglulega á leiðinni þangað. Þeir í Ásley hafa ákveðið að setja línu í Stórhöfða til að leiðbeina sér rétta leið.
Brandurinn lengi lifi húrra húrra húrra...
ATH: Ég er EKKI á neinn hátt að bera saman ástandið í Darfur í Brandinum, enda ekkert ástand í Brandinum en neyðarástand í Darfur sem er alvarlegur hlutur.
![]() |
Google hjálpar Darfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.4.2007 | 10:47
verður bjór seldur um borð í Herjólfi...
10.4.2007 | 22:21
Hvar voru Bjöggi, Lúlli og Robbi?
10.4.2007 | 21:37
Góðan bata...
Það er nú meira hvað ráðherran hefur verið óheppinn með þessu veikindi sín síðustu vikurnar. Ég óska Birni góðan og skjótan bata og vonandi kemst hann í gang eins fljótt og hægt er. Björn er að mínu mati okkar albesti stjórnmálamaður. Hann er skemmtilegur að tala við og hann er fullur af fróðleik um hinn ýmsu málefni. Dómsmálaráðaneytið hefur verið í góðum höndum hjá Birni og ég trúi ekki öðru en að hann verði þar við völd eftir næstu kosningar.
![]() |
Björn Bjarnason á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2007 | 19:39
Róm rifin niður á einum degi..
![]() |
Man.Utd. komið í 3:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 17:50
Vertu velkominn....
![]() |
Arnór: Hef ekkert heyrt frá Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2007 | 17:52
Af hverju þetta fylgishrun Ingibjargar?
Staða Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar er slæm þessa dagana og hafa stjórnmálaspekingar þessa lands farið mikin útaf þessum blessuðu skoðannakönnunum sem sýna þessu slæmu stöðu. En ég hef fundið ástæðuna og hana má rekja til gamlársdagsins síðasta. En í þættinum Krydd síld á Stöð 2 sagði Ingibjörg eitthvað á þá leið að sá stjórnarandstæðuflokkur sem kæmi stæðstur út úr kosningunum fengi forsætisráðherrastólinn ef Kaffibandalagið kæmist að völdum. Á gamlársdag var nefnilega Samfylkingin með ágæta stöðu gagnvart VG, en frá þessum degi og þessum ummælum hefur fylgið minnkað frá degi til dags. Sú saga gengur nú um bæinn að Ingibjörg hafi fengið mann sinn til að fá þessa upptöku frá Stöð 2 og eyða henni.
Ég veit ekki hvort að ég sé eitthvað skrýtinn en mér hefur alltaf þótt vænt um Ingibjörgu og hún er ein af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum og ástæðan fyrir þessari ást minni er að hún er að koma Samfylkingunni niður fyrir 20% og það ber að þakka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 08:03
Að liggja á bæn..
![]() |
Páfi við messu í Péturskirkju á föstudaginn langa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 16:54
Sacher tertan er góð en gúllasúpan er betri..
Ég fer stundum á Café Sacher hér í Salzburg, þetta er líklega fallegasta kaffihúsið hér í borg og það er skemmtileg stemning þarna inni. Myndir af frægum einstaklingum sem hafa heimsótt kaffihúsið og mér finnst oft einkennandi fyrir þennan stað hvað mikið af eldri konum sitja þarna og spjalla. Ég er ekki hrifinn af þessari Sacher tertu það besta sem ég veit á Sacher er gúllassúpan þeirra og svo auðvitað 40 cm pulsan með sinnep og túmat. En ég kannski fæ mér eina tertu til að fagna þessu afmæli.
![]() |
Sacher-tertan 175 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2007 kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2007 | 12:42
Afhverju undir Fólk?
![]() |
Evrópskar lesbíur keppa í blaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |