Eigum við að ræða það eitthvað?

Það verður nú alveg að viðurkennast að lestur svona fréttar í morgunsárið er eitthvað sem kemur manni brosandi inn í daginn. Ég met það svo að þetta séu gríðarlega góðar fréttir fyrir Sjálfstæðismenn í borginni og ég vona svo sannarlega að þeir tryggi Þorbjörgu 2.sætið. Ég var farinn að sjá fyrir mér enn eina karlabaráttuna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en nei nei kemur þá ekki Þorbjörg Helga og skellir sér í baráttuna og það er frábært og gerir prófjörið skemmtilegra.  Þarna eiga sjálfstæðismenn möguleika á að stilla upp tveimur frábærum og frambærilegum stjórnmálamönnun í fyrstu tvö sætin og sýna þannig í verki nýja tíma í flokknum. 


Ég hef þekkt Þorbjörgu Helgu í nokkur ár og veit því vel hvaða persóna og stjórnmálamaður er þarna á ferðinni. Henni treysti ég 100% til þess að vinna heiðarlega og af festu að málefnum Reykjavíkur og tryggja það að grunnþjónustua samfélagsins virki vel og standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra.

Ég segi bara eins og Ólafur Ragnar í Fangavaktinni "eigum við að ræða það eitthvað?" Þorbjörg Helga er glæsilegur stjórnmálamaður og nú vona ég að sjálfstæðismenn tryggi henni 2.sætið.


mbl.is Þorbjörg Helga stefnir á annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Stjórnmálamenn eiga að vera talsmenn allra, karla og kvenna, ungra sem aldinna. Stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins voru þannig hér áður fyrr. Því miður treysti ég Þorbjörgu Helgu ekki fyllilega í pólitík. Ég held hún vinni gegn fjölskyldunni og standi að mestu fyrir svokölluðum kvennamálum í pólitík.

Guðmundur Pálsson, 17.12.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Sæll Guðmundur. Ég er sammála því að stjórnmálamenn eiga að vera talsmenn allra og það er líka Þorbjörg Helga. Hún er fer ekki í prófkjörið sem kona heldur sem einstaklingur sem hefur sýnt það í verki að hún vinnur með hag allra Reykvíkinga að leiðarljósi.

Hvernig geturðu sagt að Þorbjörg vinni gegn fjölskyldunni þegar hún hefur stærstan hluta núverandi kjörtímabils verið formaður leikskólaráðs sem er gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur. Ég held að um 20% fjármuna Reykjavíkurborgar fari í þann málaflokk og um 60% fjármuna borgarinnar fara í mennta og velferðarmál. Einnig stýrði hún umhverfis- og ferðamálaráði um tíma þannig að hún hefur mikla og breiða þekkingu á stjórnkerfum borgarinnar. 

En hvað eru annars kvennamál í pólitík? 

Kjartan Vídó, 17.12.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég vildi gjarnan draga úr leikskólavæðingu uppeldisins. Þetta er allt komið út í öfgar finnst mér og kvennapólitíkin blindar mönnum sýn því að sérhagsmunir kvennanna krefjast svo öfgafullrar skipulagningar: Tökum dæmi.

Það hefur lengi níst mig inn að beini að mjög ung börn ( 1-4 ára ) sem augljóslega þurfa á móður sinni að halda til að ná eðlilegum tilfinningaþroska séu látin í hendur stofnana frá því snemma á morgnanna til seint að degi, oft lengur en 8 tíma hvern virkan dag vikunnar. Svona er það látið ganga heilu misserin á meðan mikilvægasta líffæri barnsins, heilinn er að tengja síðustu kaplana, og sannreyna hvernig heimurinn er, hverju má treysta; hvað er og hvað er ekki. Jafnvel frumstæðustu þjóðir og prímatar hafa ungviðið nærri sér á þessu mikilvægasta tímabili allra tímabila í lífi mannsins. 

En okkur dugnaðarfólkinu hér á Íslandseyju er nú hundsama um þetta, það er að segja ef það er bara rekinn nógu sterkur áróður fyrir því að börn þurfi ekki á foreldrum að halda. Svona pólitík er því miður rekin áfram af kvensum eins Þorbjörgu Helgu og annarra.  Mér finnst þetta vera andstætt hagsmunum barna og fjölskyldna og því get ég ekki stutt hana.

Guðmundur Pálsson, 17.12.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Ég veit ekki betur en að Þorbjörg sé sama sinnis, hún innleiddi til dæmis þjónustutryggingu á kjörtímabilinu í mikilli andstöðu vinstri flokkana. Þjónustutrygging er fyrir foreldra barna sem ekki eru búin að fá leikskólapláss og geta fengið greiðslur til sín, til að lengja fæðingarorlof, til að greiða ættingjum og vinum eða au-pair eða svoleiðis. Kíktu bara á leikskolar.is og skoðaðu þetta þar. Er þetta ekki það sem við stöndum fyrir, valkosti fyrir alla foreldra?"

Kjartan Vídó, 20.12.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband