17.6.2008 | 09:58
Sýningardýr framtíðarinnar
Ég veit ekki alveg hvað það er en mér finnst fáranlegt að senda ísbjörninn til Danmerkur í dýragarð. Þessi blessuðu dýr sem búa í dýragörðum eru skelfilega eymdarlega að sjá. Og hvað segja danskir fjölmiðlar ef að sendum "íslenskan" ísbjörn til þeirra. Við eigum Merlin, Magasin og hvað þessi fyrirtæki heita öll og svo sendum við "íslenskan" ísbjörn í dýragarðinn þeirra.
Ég vona að Bjössi komist sem fyrst til Grænlands því í mínum huga er alveg jafn gott að skjóta hann heldur en að senda hann í dýragarð.
Beðið átekta að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.