10.2.2008 | 13:59
Kæri Villi
Ég skrifa þér þessar línur sem flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Ég hef starfar í flokknum frá 15.ára aldri og hef gaman af. Þegar ég byrjaði sá maður ekki sólina fyrir flokknum og allt sem flokkurinn gerði var rétt. Sem betur hefur maður þrostast og maður horfir á hlutina gagnrýnum augum.
Í dag get ég ekki með nokkru móti verið sáttur við veru þína og störf í borgarstjórn. Ef að þér þykir eitthvað vænt um Sjálfstæðisflokkinn, borgina og kjósendur þína þá ættirðu að sjá sóma þinn í því að hætta.
Að vera í pólitík er erfitt hlutverk og þú hefur fengið að vera á sviðinu frá árinu 1982. Árið 1982 var ég þriggja ára og í næstu viku verð ég 29.ára og þú ert enn á sviðinu og heldur að þú sért aðal.
Ég skora nú á þig að stíga til hliðar og gefa Sif tækifæri til að sanna sig fyrir næstu kosningar sem borgarfulltrúi. Ef að ég á að vera hreinskilin þá eigum við lítin séns í næstu kosningum með þig innanborðs.
Villi þú fyrirgefur hreinskilni mína en ég held að ég sé ekki sá eini sem er á þessari skoðun.
Þú fékkst þitt tækifæri sem aðal en nýttir það ekki.
með kveðju
Kjartan Vídó
www.eyjar.net
www.VisitWestmanIslands.com
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Athugasemdir
Hmmm.. athyglisvert sjónarmið þetta með Sif. Hún hefur vitaskuld sínar djúpu rætur í Eyjum og myndi sóma sér vel í borgarstjórn!
Andrés Magnússon, 10.2.2008 kl. 14:11
Til hamingju! Þú ert kominn í leitirnar. Sjálfstæðismaðurinn sem horfir gagnrýnum augum á flokkinn sinn. Hlýtur að vera einmanalegt!
Auðun Gíslason, 10.2.2008 kl. 14:30
Hann hlítur að fara að gefa sig maðurinn, þetta nær ekki nokkurri átt. Þetta er ekki lengur neitt einkamál Villa, heldur grafalvarlegt fyrir flokkinn okkar. Plís Villi, gefðu Hönnu speis til að taka við kyndlinum og vinna upp skaðann sem þú hefur ollið og svo gefur þú Sif rými í leiðinni.....bæ, bæ.
Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.