8.2.2008 | 07:10
Vilhjálmur verður að víkja....og Svandís líka
ég held enn í þá von að Vilhjálmur sjái sóma sinn í því að víkja sem borgarfulltrúi. Ef að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að eiga einhvern möguleika í næstu kosningum þá verður hann að taka hatt sinn og staf. Ef að hann er ekki tilbúinn að bera ábyrgð á gjörðum sínum þá er ekki réttlætanlegt að láta einhverja aðra bera ábyrgðina.
Viðtal Sigmars í Kastljósinu í gær við Svandísi og Vilhjálm var með því betra sem ég hef séð. Sigmar var fastur fyrir og gaf ekkert eftir og lítið var um svör með viti hjá þeim tveimur.
Ef að satt reynist að Svandís hafi látið OR borga 800.000 lögfræðikostnað útaf persónulegum málaferlum hennar við OR þá ber henni að víkja.
Villi minn ef þú lest þetta, hættu sem fyrst gerðu okkur öllum þann greiða og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigmar var flottur, alveg einstakt að sjá íslenskan fjölmiðlung koma svona vel undirbúinn og óhræddan við viðmælendur sína. En manni finnst ansi mikið vanta að höfuðbófinn sjálfur, Bingi, sleppi svona billega bara af því hann sagði sig úr hreppsnefndinni eftir áramótin!
Nöldrarinn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 07:17
Er hann bara ekki sigurvegarinn eftir allt saman í þessari lönguvitleysu.Hann sýndi þó ábyrgð og sagði af sér.
RAGNAB (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 07:33
Kæri frændi, mikið svakalega er búinn að sakna þess að fá ekki komment frá þér hérna inn á bloggið. Ég er sammála þér að Björn Ingi er alveg jafn sekur og Villi.
En varðandi lýðræðisræningjana er ég þér ekki sammála.
Bið að heilsa öllum
Kjartan Vídó, 8.2.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.