24.1.2008 | 12:36
Mig grunar að það sé frí í MR
Ef að það er ekki frí í MR þá er mér algjörlega ómögulegt að skilja hvaðan allir þessir krakkar koma.
Ég verð nú samt að segja að sá sem kaus Svandísi sem fyrsta varaforseta er mikill húmoristi.
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er frí í iðjuleysinu í dag? Mér er óskiljanlegt hvernig allir moggabloggararnir hafa tíma til að skrifa um svona frétti. Eigið þið ekki að vera í vinnunni?
Moggaaðdáandi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:11
sjá þessa óhörnuðu unglinga úr MR.
margrét (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:13
Kæri Moggaaðdáandi ég vinn hjá sjálfum mér þannig að yfirmaður minn gefur mér fullt leyfi að setja út á svona bjánaskap.
Kjartan Vídó, 24.1.2008 kl. 13:15
Ég er ekkert smá stoltur af þessu unga fólki sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er...vekur vonir um að loksins sé að koma fram kynslóð með smá meðvitund.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 13:46
....hafði ekki áttað mig á þeirri staðreynd að smalað var til þessara mómæla...tekur vissulega glansinn af....
Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 19:50
Það er þessi kynslóð sem þorir að standa upp og mótmæla í stað þess að láta allt yfir sig ganga! Það var þessi hópur sem mótmælti samræmdum stúdentsprófum og hvað gerðist? Þau voru tekin af! Það var líka þessi hópur sem mótmælti styttingu náms til stúdentsprófs og hvað gerðist? Það var ákveðið að bíða með það! Ég fagna þessum mótmælum, þrátt fyrir að mér hafi nú reyndar fundist sum köllin heldur kjánaleg.
Karitas (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:08
Ég verð nú að segja að ég var bara mjög sáttur við þessi mótmæli. Þetta er lýðræði og hananú....
http://rocco22.blog.is/blog/rocco22/entry/424885/
Stefán Þór Steindórsson, 25.1.2008 kl. 21:31
Það eru margir sem fæðast með ættgengan sjúkdóm sem heitir pólitísk gláka.Hann lýsir sér þannig að fólk hefur ekki sjónsviðið til hliðanna ,þ.e. sér bara það sem það vill sjá.Og þessi fylgir líka annar djöfull.þ.e. siðblinda.
bukollabaular (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:09
Kæru vinir og lesendu síðunnar.
Vel má vera að ég sé með þennan pólitíska sjúkdóm sem talað er um hér að ofan. Fyrir mér eru staðreyndir þessa mál einfaldar, en þær eru þessar:
Árið 2006 var kosið í sveitastjórnarkosningum á öllu landinu og eru þær kosningar hluti af lýðræðinu okkar. Í öllum sveitafélögum landsins eru svo myndaður meirihluti til að fara með völd. Sá meirihluti hefur á bak við sig fleiri bæjarfulltrúa eða borgarfulltrúa en minnihlutinn.
Í RVK er í dag starfandi meirihluti með 8 borgarfulltrúa og minnihlutinn með 7. Hvað segir það okkur. Jú þeir 8 sem eru við völd eru kosnir með lýðræðislegum aðferðum af kjósendum.
Sveitastjórnarlög eru þannig að t.d. gæti einn af samfylkingarmönnum myndað meirihluta í óþökk annara samflokksmanna sinna með Sjálfstæðismönnum og þá er kominn 8 manna meirihluti.
Vel má vera að núverandi meirihluti D og F-lista sé veikur en samkvæmt öllum lögum og reglum er hann löglegur.
ég er aftur á móti á þeirri skoðun að Ólafur F og Villi séu ekki þeir hestar sem ég myndi veðja á.
Hegðun þeirra sem öskruðu og höguðu sér eins og fífl í Ráðhúsinu og töluðu um að lýðræðið væri fótum troðið ættu aðeins og skoða það hvernig lýðræðið virkar.
Kjartan Vídó, 27.1.2008 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.