9.10.2007 | 10:03
Er fjöldamorðingi framan á þínum bol?
Ég hef aldrei skilið hvað er flott að hafa fjöldamorðingja framan á bolnum sínum. Aldrei færi ég að setja mynd af Hitler eða Sadam Husein framan á bol og ganga svo í honum.
Che Guevara minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En Bush? Myndiru ganga í bol með honum?
Guðrún (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:52
http://www.spreadshirt.com/shop.php?op=article&article_id=972917&p=1
Ég væri til í þennan..
Róbert Þórhallsson, 9.10.2007 kl. 11:58
Nú er mér spurn. Hvaða "fjöldamorð" ert þú að vitna í? Eða ertu bara í leti að lepja upp klisju um "fjöldamorðingja" af því að þú hefur heyrt einhvern annan nota það orð? Það heldur enginn alvöru blaðamaður svona bulli fram, enda gersamlega tilhæfulaust. Skiptir engu hvort viðkomandi hefur "samúð" með Che eða ekki, enda er fullyrðingin um "fjöldamorðingjann Che" úti á þekju. Vissulega drap Che fólk, hann var skæruliðaforingi! Ef hann var fjöldamorðingi þá eru allir þeir sem tekið hafa þátt í hernaði "fjöldamorðingjar", þ.á.m. John F. Kennedy, Eisenhower, John Kerry, Gerorge Bush eldri o.sv.fr.
Guðmundur Auðunsson, 9.10.2007 kl. 12:03
Það getur reynst nauðsynlegt að drepa kúgunarvaldið til að réttlætið megi sigra. :p
kalli (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:58
Guðmundur: Þú talar eins og það sé ekki hægt að vera á móti fjöldamorðingjanum Che án þess að vera Bandaríkjasleikja.
Finnst vel við hæfi að friðardagurinn sé í dag.
Geiri (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:14
"Það getur reynst nauðsynlegt að drepa kúgunarvaldið"
Hvernig var samkynhneigð hluti af kúgunarvaldinu?
Rétt eins og Hitler þá var Che fylgjandi því að fangelsa og myrða homma.
Geiri (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:15
Já en svoleiðis er fortíðin, maðurinn var ekki nógu fróður um hvað það var að vera samkynhneigður og svo einfaldlega héldu þessir menn(og bara allir) að hommar hefðu val!
Telma (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:37
"Já en svoleiðis er fortíðin, maðurinn var ekki nógu fróður um hvað það var að vera samkynhneigður og svo einfaldlega héldu þessir menn(og bara allir) að hommar hefðu val!"
Ertu ekki að djóka? Guð minn góður ég trúi ekki að þú sért að réttlæta morð á saklausu fólki vegna þess að morðingjarnir "vissu ekki betur".
Flestir Evrópubúar trúðu einnig að gyðingar væru eitthvað verri (bæði líffræðilega og menningarlega), réttlætir það þær milljónir sem Hitler slátraði?
Íslendingar vissu líka lítið um samkynhneigð á þessum tíma og flestir voru á móti henni, hinsvegar vorum við ekki að slátra hommum.
Geiri (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:42
Geiri, þú endurtekur klysjuna. Hvaða fjöldamorða ert þú að vitna til? Einnig var ég alls ekki að halda fram að þeir sem séu "á móti Che" séu kanasleikjur. Það var bara tilviljun að ég tók nokkra bandaríkjaforseta sem dæmi. Hefði eins geta tekið einhverja aðra fræga fyrrverandi hermenn. Varðandi ofsóknirnar gegn hommunum þá er það rétt að þeir voru fangelsaðir á 7. áratugnum. Kúba hefur hins vegar snar breytt um stefnu síðan þá og viðurkennt mistök sín. Ég mærli með hinni stórkostlegu kúversku bíomynd "Fresa y chocolate" sem fjallar einmitt um homma og fórdóma gagnvart hommum.
Guðmundur Auðunsson, 9.10.2007 kl. 13:56
Þjóðverjar hafa líka breytt um stefnu en það breytir ekki því hversu slæmur Hitler var.
Geiri (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:06
Það voru aðrir tíma hvað var gert í Noregi? Á Íslandi voru krakkar settir í ánauð
ef þau voru foreldralaus?Maðurinn var frelsishetja barðist fyrir sanfæringu.sem þekkist varla lengur í dag.Nema þá í arabalöndum.Hann frelsaði sína samlanda frá því að vera hórur og undirmálsfólk.Stjórnað af hinni amerísku mafíu.Hórubröggum var breitt í skóla og
infæddur gat gengið inn um framdyr á hóteli í sínu landi.Hitler frelsaði enga bara kúgaði
sína landa sem aðrar þjóðir.Bush hinn yngri faldi sig þegar árás var gerð á land hans.
og féll nærri því fyrir salthringlu.Berið ekki saman hest og asna.
siggi (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:50
Siggi minn, Hitler var stjórnmála snillingur og hetja í sínu landi.
Hann sóttist (upphaflega) eftir að ná aftur landi sem Þýskaland hafði misst, m.a. í fyrri heimstyrjöldinni, og reisa þjóðina aftur til fyrri dýrðar.
Það var ekki af ástæðulausu sem megin þýsku þjóðarinnar dýrkaði manninn. Jafnvel Sir. Winston Churchill vottaði manninum virðingu sína.
Hitler kúgaði ekki eigin þjóð, allavega ekki innfæddan hluta hennar. Hann var snilldar ræðumaður velgjörðarmaður allra þeirra sem honum fannst eiga það skilið.
Það voru ekki jafn margir myrtir í nafni Che og Hitlers, enda var fyrrnefndur þegar hann stóð sem hæst einungis vasaútgáfa af Þjóðverjanum.
D. Gunnar
D. Gunnar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.