Atvinnu aumingjar...

Ég get ekki orðabundist þegar ég les um mótmæli sem þessi, hvað gengur fólki til með þessari eyðileggingu á hlutum einstaklinga sem ekkert hafa gert af sér og koma í þessu tilfelli G-8 ekkert við. Þessir einstaklingar sem þarna mótmæla og mótmæltu t.d. í Kaupmannahöfn er að mínu dómi atvinnu aumingjar og svona skemmdarverk eyðilegggja fyrir annars ágætum málstað þeirra.
mbl.is Óeirðir í Rostock vegna væntanlegs G-8 fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla svosem ekki að bæta neinu við því sem þú greinir svo ágætlega.  En það mætti svosem ekki spyrja sig hvort svona skríll geti ekki skilgreinst sem hermdarverkamenn.  Skilgreining hermdaverka ku vera að stuðla að óróa og upplausn samfélaga með því að ráðast at stjórnkerfi samfélags og jafnframt valda ótta meðal almennings með því að skadda saklausa, eyðileggja eignir og hindra að fólk geti lifað eðlilegu og öruggu lífi.  ÞEgar ég sé aðfarirnar hjá ruslinu í Kaupmannahöfn og svo núna í Rostoc þá líkist þetta engu meira en hermdarverkum.

Björgólfur Hávarðsson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 16:29

2 identicon

allt er víst hægt að skilgreina sem "hermdarverk" nú til til dags,ég sé voðalega lítið af því að fólk mótmæli á nokkurn hátt stefnu þessara svokallaða G8 ríkja sem gengur útá að verja og niðurgreiða framleiðslu sinna eigin landa og halda fátækari ríkjum frá heimamörkuðum sinna eigin ríkja með ofurtollum á framleiðslu þeirra fátækari,ekki sé ég ykkur segja neitt við því enda er ykkur sjálfsagt slétt sama því við höfum það svo ógeðslega gott og koma vandamál fátækari ríkja ekki við.

þið ættuð að fara passa uppá eignir ykkar og lausadrasl því það er ekki langt í að við förum að sjá þetta hér,mismunin í þessu samfélagi okkar er orðin slík að þeim sem er haldið niðri hérna fara að rísa upp og einfaldlega berja niður þá sem halda "hinum" í fjötrum.

ég skal með ánægju fara fremstur í flokki þar

siggi litli (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband