Hver ræður hvað er selt?

Er það ekki hlutverk eigenda verslunar að ákveða hvaða vörur hann selur hverju sinni? Þegar D.V. kom með sína frægu forsíðu um kennaran á Ísafirði og í framhaldi af allri þeirri umræðu þá ákvað t.d. IcelandExpress að hætta að selja D.V.
Ef að ég ætti verslun þá myndi ég vilja ráða hvað ég seldi í minni búð, ef að það er einhverj vara sem ég hef ekki áhuga á að selja þá sel ég hana ekki. Ég hef ekki trú á öðru en að Kaupásmenn séu að taka aðeins til hjá sér eins og gert er reglulega. Sú skýring að þeir séu að vernda eitthvað Gunnar Birgisson er fáranleg vegna þess að Kaupás menn hafa í dag auglýs þetta Ísafoldar blað svo mikið að Ísafold skuldar ábyggilega Kaupási pening fyrir þessu góðu auglýsingu.
mbl.is Segir sölu á Ísafold mikla í verslunum Kaupás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hmm..... eiga þá ekki veitingamenn að fá að ráða hvort leyfilegt sé að reykja inni á þeirra stöðum?

Eva Þorsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 14:45

2 identicon

Já, ég er hræddur um að þetta hafi snúist í höndunum á Jóni Helga Byko, og beint enn frekar augum að Gunnari Birgissyni og öðrum lykilmönnum í stjórnkerfi Kópavogsbæjar.

Gessi (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Þessi lagasetning um reykingabann er svo fáranleg að ég skil ekki hvernig gömlu góður félagarnir úr SUS sem sitja á þingi gátu samþykkt þetta. Ákvörðunin á að vera hjá veitingamönnum sjálfum.

Kjartan Vídó, 2.6.2007 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband