Saga VSV

Saga Vinnslustöðvarinnar er merkileg fyrir margar sakir, þarna vann jú Gjallarhornið eitt sinn og jók það gríðarlega vermæti fyrirtækinsins. Einnig störfuðu Bubbi Mortens og Tolli hjá VSV og myndin Nýtt Líf er tekin upp á verbúð VSV og Dúddi Múr (Lundi Verkstjóri) starfaði hjá VSV þar til fyrir nokkrum árum sem múrari fyrirtækissins.

Hérna koma nokkrir skemmtilegir molar úr sögur VSV af heimasíður fyrirtækinsins www.vsv.is Feitleitranir eru frá Gjallarhorninu komnar.

"
1953 byggði félagið stórt og myndarlegt hús við Strandveg, Hvíta húsið, þar sem matstofa var rekin á jarðhæð en skrifstofur voru á efri hæðunum. Skrifstofa félagsins hafði fram til þess einnig verið í húsi Ársæls Sveinssonar. Nýja matstofan var í stóru, björtu og rúmgóðu húsnæði á jarðhæð og var húsnæðið fljótlega eftirsótt til  margvíslegrar starfsemi  utan vertíðar. Má þar nefna að Marinó Guðmundsson fékk þar oft inni fyrir húsgagna- og teppasýningar, Verkakvennafélagið Snót hélt þar matreiðslunámskeið fyrir félagskonur og Taflfélag Vestmannaeyja fékk húsnæðið fyrir taflkeppni eins og það er bókað í bækur félagsins. Frá árinu 1966 hafa síðan aðrar veitingar verið á boðstólum á jarðhæð Hvíta hússins, því það ár seldi Vinnslustöðin hana til ÁTVR. Árið 1995 voru svo tvær efri hæðir hússins seldar Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæ og hýsa nú rannsóknasetur Háskólans."

 "Sem dæmi má nefna að á stjórnarfundi 15. desember 1948 var ákveðið að kanna nánar um lagningu olíuleiðslu frá Olíusamlaginu að frystihúsi félagsins og  þremur mönnum var falið að athuga tilboð frá Guðlaugi Gíslasyni um leigu eða sölu á ársgömlum bíl, 5 tonna Austin"

"Í ágúst 1950 lá fyrir stjórninni bréf frá Árna Friðrikssyni fiskifræðingi þar sem hann óskaði eftir að Vinnslustöðin eða aðrir aðilar í Vestmannaeyjum legðu fram kr. 5.000 til rannsóknar og athugunar á að koma hér upp sjóbúri og taldi hann líkur til að þetta búr yrði byggt hér og kostað af fleiri þjóðum. Stjórnarmenn Vinnslustöðvarinnar voru jákvæðir fyrir nýjungum sem þessum og var samþykkt að veita Árna umbeðinn styrk en engar frekari sögur fara svo af þessari hugmynd um eldi fisks í sjóbúrum. Mánuði síðar var fært til bókar hjá stjórninni að fyrirtækinu hafi áskotnast 500 dósir af niðursoðnum ávöxtum án þess sé getið hvernig þessi fengur var tilkominn. Ákvað stjórnin úthlutun fengsins á þann veg að deilt var 12 dósum á hvern bát félagsmanna án þess að reikna bátunum andvirðið. Niðursoðnir ávextir, að maður tali nú ekki um löðrandi í þeyttum rjóma, voru ekki algengar krásir á þessum tíma."

 


mbl.is „Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi og þakka þér fyrir síðast

 Áhugaverð og skemmtileg skrif hjá þér. Ég hafði heyrt um hluta af þessu þ.e. þann kafla sem snýr að þinni aðkomu að félaginu. Mér skylst að enn í dag sé tala um að fá sér Vídó kaffisopan við upphaf stjórnarfunda þar sem stjórnarmenn skála í kaffi þér til heilla fyrir vel unnin störf hjá félaginu.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Þessir fáu dagar sem ég vann í VSV voru fyrritækinu gríðarlega mikilvægir og í sögu VSV verður mín getir með feitletrun

Kjartan Vídó, 1.6.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband