Eitt veiðiráð og eitt verndarráð...

Er það rétt leið hjá Japönum að hóta stofnun á nýju Hvalveiðiráði? Í raun og veru er þetta gamla hvalveiðiráð ekkert annað en verndarráð í dag og hefur starfsemi þess breyst mikið síðustu árin frá því að ákveða hvóta til veiða yfir í verndun á hvalastofninum. Íslendingar sögðu sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu í kjölfar banns sem ráðið setti á veiðar á tegundum í hvalastofninum. Alþjóðahvalveiðiráðið starfar undir Sameinuðuþjóðunum og því má búast við því að tillögum Japana um stofnun á nýju ráð verði ekki vel tekið hjá hinum háu herrum í UN. En Alþjóðhvalveiðiráðið er sér mjög svo sérstök stofnun í ráðinu eru lönd eins og Austurríki og Sviss sem eiga ekki landamæri að sjó og geta ekki talist veiðiþjóðir, Ástralir hafa t.d. alltaf verið á móti hvalveiðum Norðmanna, Íslendinga og Japana en svo drepa þeir kengúrur úr þyrlum í þúsundavís á ári hverju. Brazilíumenn eru einnig mótfallnir veiðum þessara þjóða á meðan þeir eyða regnskógum út tonnavís. Bandaríkjamenn eru líklega sú þjóð í heiminum sem veiðir hvað mest af hvölum en samt sem áður eru Bandaríkjamenn mótfallnir hvalveiðum.
Ég held að þessi hótun Japana verði aldrei meira en orðin tóm en þetta er samt þess virði að skoða enda verksvið Alþjóðahvalveiðiráðsins breyst mikið síðustu ár.


mbl.is Japanar hóta að stofna ný hvalveiðisamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband