31.5.2007 | 14:54
Snillingar....
Ég held að allir eigi sér uppáhalds Bítlalag enda er þetta útbreiddasta hljómsveit sögunnar og er frægð þeirra Liverpool drengja hvergi lokið. Það eru ca 2-3 ár frá því ég fór að pæla betur í Bítlunum og núna á ég næstum allt Bítlasafnið í iPotinu mínum og hlusta ég á þá í ræktinni og oft sofna ég við tónlistina þeirra. Abbey Road er í miklu uppáhaldi hjá mér og svo Live at BBC. Annars er það nú bara þannig að 99.9% laga Bítlana eru frábær. Minn uppáhalds Bítill eru náttúrurlega Ringo Star hann er bara eitthvað svo spaugilegur í framan.
Svo í endan kemur ein saga af Viðari Togga einum mesta Bítla og John Lennon aðdáandi sem fyrir finnst og Viðar sagði eitt sinn svo frá að þegar hann frétti að John Lennon vinur hans hefði dáið um nóttina að hann hefði grátið svo mikið að hann hefði farið í þjóðarsorg.
40 ár frá útkomu Sgt. Pepper's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.