Hvað gerist í eyjum?

Það verður spennandi að sjá hvað gerist núna þegar Brimararnir ætla að taka yfir Vinnslustöðina. Vinnslustöðin er annar af máttarstólpum Vestmannaeyjabæjar og því mikilvægur hlekkur fyrir bæjarfélagið. Mig grunar að það verði hart barist um Vinnsló enda gott fyrirtæki með Kobba Möller, Adda í London og Þór Villhjálms sem verkstjóra. Mig grunar að ástæða fyrir þessari hækkun er sú að Kobbi Möller gaf það út að hann ætlaði að vinna í Vinnsló í hið minnsta 10 ár í viðbót.
mbl.is Ólíklegt að aðilar í Eyjamönnum ehf. taki tilboði í Vinnslustöðvarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef Brimarar taka við verður engin breyting á vinnslu í eyjum. Ekki frekar en varð á Vinnslu á Akureyri og norðurlandi þar sem vinnsla á fiski í landi í raun óx eftir yfirtökuna á ÚA. 

Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Það kemur hvergi fram í mínum skrifum að ég hafi áhyggjur af því að vinnslan fari. Ástæða þess að Vinnslustöðin er svona "vinsælt" fyrirtæki er staðsetning og eignir fyrirtækisins og það breytist ekkert þó einhverjir aðrir kaupi fyrirtækið.

Kjartan Vídó, 31.5.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband