30.5.2007 | 08:10
Að vera hetja!!!
Ég verð að segja það að ég skil ekki alveg þessa setningu í þessu viðtali við Hrafndísi Ég er bara venjuleg manneskja og vildi ekki leika neina hetju," segir Hrafndís. Eins og Gjallarhornið sér þetta þá er Hrafndís að vinna í öryggisdeild Impregilo og á þess vegna að tryggja öryggistarfsmanna á svæðinu og sjá til þess að allt sé eftir réttum reglum, í mínum huga flokkast það ekki undir að leika hetju. Ef að satt er að aðstæður á Kárahnjúkum eru eins og porstúgalskir fjölmiðlar vilja vera láta þá hefur Hrafndís brugðist þessum portúgölsku starfmönnum og öðrum starfsmönnum Impregiló á svæðinu. Starfsmenn öryggisdeildar eiga að tryggja öryggið og það jú kannski rétt að Hrafndís er bara venjuleg manneska og vildi ekki leika hetju, en það þarf einmitt bara venjulega manneskju til þess að tryggja öryggið og sinna eftirliti um að allt sé samkvæmt reglum.
Vildi ekki leika hetju" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort að strák bjánar eins og þú gera sér grein fyrir hvað það þarf mikinn kjark til þess að stíga fram og opinbera svona mál. Við sem þjóð eigum að skammast okkur fyrir að þetta skuli vera að gerast á okkar landi þar sem verið er að byggja virkjun fyrir "okkur". Ef þú ert einn af þeim mannleysum sem ætla að reyna að rægja þessara konu eða gera lítið úr orðum hennar, þá vona ég að þú eigir einhvern tíman eftir að þroskast og komast til vits.
Jón Einarsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 13:44
Kjartan: Sammála !
Jón Einarsson: Þá er það nú bara einu sinni þannig að þeir sem starfa í öryggiseftirliti verða að vera vandanum vaxnir og opna munninn þegar þeim finnst eitthvað vera brot á öryggi. Það telst ekki til neins hetjuskapar að vera annt um réttlæti fólks og benda á það. Enda væru þá starfsmenn Vinnueftirlits Ríkisins flestir, ef ekki allir komnir með Fálkaorðuna.
"það þarf mikinn kjark til þess að stíga fram og opinbera svona mál": Afhverju þarf kjark til að benda á það sem miður fer ?
Er það ekki bara skylda okkar borgaranna að benda á það þegar eitthvað fer miður í samfélaginu og benda á það. Eigum við að hengja Fálkaorðuna á þessa stelpu ?
"Ef þú ert einn af þeim mannleysum sem ætla að reyna að rægja þessara konu eða gera lítið úr orðum hennar, þá vona ég að þú eigir einhvern tíman eftir að þroskast og komast til vits." : Sorglegt.....einfaldlega sorglegt að henda svona fram ! Er ekki hægt að vera málefnalegur, og horfa á þetta frá öðru sjónarhorni, en hugsanlega fjölslyldutengslum og þvælu ? (án þess að ég viti hvort þú sért skyldmenni). Fyrir utan það, þá er engin að rægja einn eða neinn niður. En þú þroskast vonandi kallinn minn með okkur hinum, eftir því sem tíminn líður !
Kveðja
Sjallinn í Odense
Ingólfur Þór Guðmundsson, 30.5.2007 kl. 15:15
Kæri Jón ég þakka hlý orð í minn garð.
Ég er ekkert að gera lítið út því að þessi ágæta kona komi fram og skýri frá því sem hún sá þegar hún vann í Kárahnjúkum. Það sem ég er að gagnrýna er að ef að hún sem starfsmaður á öryggissviði ætti þá að vera fyrr löngu að vera búin að gera athugasemdir við starfsaðstöðuna.
Og þessi setning um að hún sé manneskja en ekki hetja þá væri hún miklu meiri hetja í mínum huga ef að hún hefði komið strax fram með sínar athugasemdir.
Kæri Jón ég þakka þér enn og aftur hlý orð í minn garð og þakka þér fyrir að vera málefnalegur.
Kjartan Vídó, 30.5.2007 kl. 16:03
Mér finnst hún hetja fyrir að hafa komið fram yfirhöfuð. Þegar að hún reyndi að hafa áhrif á stöðu mála og talaði við sína yfirmenn var því svarað með uppsagnarbréfi. Sú uppsögn var dregin til baka þegar hún hafði hávær mótmæli um tilgang uppsagnarinnar. Eftir það gerði hún sér grein fyrir stöðu sinni innan fyrirtækisins og hvernig hlutirnir hafa gang innan þess. Sum sé var það gert augljóst að það var ekki í hennar verkahring að hafa áhrif að hafa á stöðu mála.
Og þetta veit ég með vissu því þessi hetja (í mínum augum) er systir mín. Ég sagði á öðru bloggi í dag að fólk myndi hugsa og tala öðruvísi um málið ef það hefði staðið við hlið hennar í þessu máli eins og við fjölskyldan gerði. Mér finnst ég þurfa að verja systur mína í þessu máli. Ég vil ekki vera leiðinleg en hún átti erfitt á þessum tíma og oft hafði hún velt því fyrir sér að segja eitthvað en eins og áður kom fram voru hótanir hafðar í hennar garð. Hver sá sem lendir í þessari stöðu myndi gera eins. Hún kom þó fram á endanum og betra er seint en aldrei. Ég hef aldrei verið stoltari af systur minni en einmitt núna þegar að hún stendur upp á móti þessu fyrirtæki.
Hafrún (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.