Að taka lán fyrir læknisheimsókn...

Hausverkur er slæmur og hausverkur í 64 ár er virkilega slæmur. Ótrúlegt að konan skuli hafa lifað með kúlunni í öll þessi ár án þess að sýking skyldi myndast og drepa konuna.
Spaugilegu hlutirnir í þessari frétt er að það kemur fram að kúlan sé líklega Japönsk og að aðstandendur hafi tekið lán fyrir rannsóknum á konunni, þeir fá vonandi ekki hausverk af því að borga lánið.
mbl.is Höfuðverkurinn læknaður eftir 64 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þu veist ekki hversu gott Íslendingar hafa það að þurfa ekki að taka lán fyrir lækniskosnaði hversu margir heldur þu að tapi öllu sínu í USA á hverju ári vegna veikinda svo mer finnst það ekkert fyndið

Lási (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Lási minn ég vorkenni mikið fólkinu í Kína að þurfa að búa við það kerfi sem er við lýði þar. Ég veit vel hversu gott íslendingar hafa það, ég hef búið í Svíþjóð og bý núna í Austurríki og það er kerfið allt öðruvísi en á Íslandi. Þó svo að ég segi í blogginu að þetta sé spaugileg hlið þá á ég við að þetta sé spaugileg hlið á fréttinni ekki aðstæðum fólks.

Kjartan Vídó, 28.5.2007 kl. 18:08

3 identicon

Sæll Kjartan, ég rakst á síðuna þína og gat ekki stillt mig um að gera athugasemd við þessa setningu: Ég veit vel hversu gott Íslendingar hafa það.. ég er Íslendingar og hef ekki efni á því að fara til lækna hér, því miður þekki ég æði mikið af fólki í sömu sporum. 

Birna (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 19:06

4 Smámynd: Kjartan Vídó

Sæl Birna, ég held að íslendingar búi við eitt besta heilbrigðiskerfi sem til er en auðvitað eru á því einhverjar brotalamir og það má vel vera að það megi skilja orð mín þannig að allir íslendingar hafi það gott en það er ekki þannig og verður því miður aldrei þannig. En við höfum það samt miklu betra en flestar aðrar þjóðir.

Kjartan Vídó, 28.5.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband