28.5.2007 | 11:55
Góðmennskan uppmáluð hjá Írunum...
Það er naumast hvað Íranir ætla að vera góðir við nágrannaríki sín og aðstoða þau öll við það að framleiða kjarnavopn og kalla þetta þróun á kjarnorkutækni til friðsamlegra nota. Ég treysti þeim ekki og ég brosi ekki einu sinni yfir þessum slappa brandara þeirra.
Íranar bjóðast til þess að aðstoða nágrannaríki sín við kjarnorkuþróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru einmitt menn eins og þú sem búa til áfgerandi stéttaskiptingu milli hins vestræna heims og þriðja heimsins. Þú hefur nákvæmlega EKKERT fyrir þér í því að Íranar ætli að framleiða kjarnorkuvopn, ekki frekar en Vesturveldin. Það er í raun bara sönnun á eigin heimsku þegar menn gefa sér ákveðnar forsendur fyrirfram, sem lítið hald er í, og móta allar sínar stefnur, skoðanir og áætlanir skv. þeim.
Segjum sem svo að Íranir séu raunverulega að framleiða kjarnorku til friðsamlegra nota. Enginn hefur gefið þeim séns á að sýna fram á að þeir séu einfaldlega að því... Allt fyrirfram ákveðið til að pólitískt einangra þá.
Ég treysti ekki mönnum eins og þér og get vart brosað yfir heimsku þinni.
Ulrike Meinhof, 28.5.2007 kl. 12:45
Kæri Ulrike ég þakka þér fyrir þetta komment á síðu minni:
Hérna eru nokkrar ástæður fyrir því að ég treysti ekki þeim sem ráða í Íran:
Æðsti klerkur Írans: Íranar reiðubúnir að grípa til ólögmætra aðgerða
Einum vinsælasta fréttavef Írans lokað
Ráðstefna um helför Gyðinga sett í Íran
Varaforseti Írans varar við leiftursnöggri gagnáras
Ekkert gefið eftir í kjarnorkurétti Írans
Sýning á skopmyndum um Helförina opnuð í Íran
Þrjú til átta ár í að Íranir geti smíðað kjarnavopn
Varað við vestrænum hárstíl
Kjartan Vídó, 28.5.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.