Hversu vel þekkir þú nýju ríkisstjórnina?

Hversu vel þekkir þú nýju ríkisstjórnina? Svona þekki ég hana og svona skoðanir hef ég á þessu ágæta fólki.

Geir H. Haarde - Forsætisráðherra: Hef ekki miklar mætur á Geir Hilmari hann er of mikill íhaldsmaður fyrir minn smekk, fósturfaðir Borgars Þórs sem ég er ekkert svakalega hrifinn af, mágur Guðjóns Þórðarsonar sem er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Geir H hefur sungið á plötu með Árna Johnsen og fyrir mér er það ekki plús í pylsu.
Þorgerður Katrín - Menntamálaráðherra: Klárlega fallegasti ráðherrann í stjórninni, gift fyrirliðanum sjálfum, er FH-ingur sem er ófyrirgefanlegt og hún er Poolari í þokkabót, hafnaði mér sem útvarpsstjóra og kallaði mig ekki einu sinni í viðtal um starfið, dæmdi einu sinni hjá mér handboltaleik og eftir leikin var hún ekki í mikli uppáhaldi hjá Gjallarhorninu. Er með snilldar ráðgjafa og vínsérfræðing sem aðstoðarmann.
Árni M. Mathiesen - Fjármálaráðherra: dýralæknir og hestakall, FH-ingur Devil; með lögheimili í kartöflugörðunum hans Árna Johnsen í Þykkvabænum, bróðir besta línumanns Íslands.
Guðlaugur Þór - Heilbrigðisráðherra: Borgnesingur, var með pabba í SUS og það segir soldið um það hversu lengi Gulli er búinn að vera að brasa í stjórnmálaum, Poolari sem er dauðasynd, hreindýraskytta, fékk mig að byrja að safna í aukalífeyrissparnað fyrir mörgum árum, á nokkra vini sem ég flokka sem spesara.
Einar K. Guðfinsson - Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra: Frændi Stálsins og Einar er frá heimahaganum mínum Bolungavík, lundaveiðimaður góður, honum að þakka að við étum hrefnukjöt.
Björn Bjarnason - Dóms- og kirkjumálaráðherra: Einn mesti fróðleiksmoli sem hægt er að spjalla við, hefur miklar mætur á Bruce Willis, tengdasonur Ingólfs Guðbrandssonar, á að ég held rollur, með skemmtilegan aðstoðarmann.

Samfylking
Ingibjörg Sólrún - Utanríkismálaráðherra: Á mann sem talar kínversku, pabbi hennar er Sjálfstæðismaður, þekkir Pétur Árna Jónsson snilling, á gríðarljótt skartgripasafn, sá til þess að Mörður Árnason, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall komust ekki á þing.
Össur Skarphéðinsson - Iðnaðarráðherra: Fór í megrun með Davíð Oddsyni þegar þeir voru saman í ríkisstjórn, setti á veiðikortin sem komu Einar Kristni í vandræði við lundaveiðar, þekkir Pétur Árna Jónsson, bróður Magga Skarp hjá músavinafélaginu og fyrrverandi skúringamanns hjá Baugi, sendi Baugsmönnum skemmtilegt bréf eftir að þeir ráku Magga bróðir.
Kristján Möller - Samgöngumálaráðherra: Pabbi Jóa Möllers fyrrverandi leikmanns ÍBV, var í bæjarstjórn í Fjallabyggð með stórtenórnum Hlöðveri frá Haga, átti Siglósport.
Þórunn Sveinbjarnardóttir - Umhverfismálaráðherra: býr bláa bænum Garðabæ, var í kvennalistanum, einn af fáu rauðhærðu ráðherrum í heiminum.
Jóhanna Sigurðardóttir - Félagsmálaráðherra: hennar tími er kominn, maki hennar er rithöfundur og leikskáld, fyrrverandi flugfreyja og formaður Svalana.
Björgvin G. Sigurðsson - Viðskiptaráðherra: samkvæmt eigin orðum þá er hann alinn upp í virkjun, fyrrverandi húsvörður í þjóðveldisbænum í Þjórsárdal, dóttir hans er fædd klukkutíma undan dóttur minni og voru þær báðar teknar með keisaraskurði að kveldi 14.október 2003.

 

Svona "vel" þekki ég þessa blessuðu ríkisstjórn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband