25.5.2007 | 20:39
Góð auglýsing....
fyrir þá sem hönnuðu þennan óþvera leik, mig grunar að þessir einstaklingar verði ráðnir í vinnu hjá einhverjum leikjaframleiðenda. Eru það t.d. ekki þeir sem framleiða vírusvarnarforrit sem ráða þá sem búa til vírusa í vinnu?
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alvöru leikur, framleiddur af stórum leikjaframleiðanda...
Nafnlaus... (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:44
Fyrirtæki að nafni Illusion gerði þennan leik í Japan og er hann löglegur þar
SJá http://en.wikipedia.org/wiki/Rapelay
Butcer (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:45
Ok það kom ekki fram í fréttinni að þetta væri löglega framleiddur leikur en siðlaus er hann þrátt fyrir það.
Kjartan Vídó, 25.5.2007 kl. 21:01
Enda má alveg þekkja þetta blað og þessar rauðsokkur sem standa gegn frelsi fólk stil að spila þennan leik sem löglega er til á tilhneygingunni til að beygja sannleikan og sleppa út staðreyndum til að draga svertu yfir málið.
Freyr Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 21:32
Góð auglýsing já ... þessi umfjöllun fjölmiðla um leikinn, þar sem nafn hans kemur berlega fram, er nú ansi góð auglýsing fyrir hann.
Í fyrradag þekktu líklega í mesta lagi nokkrir tugir Íslendinga þennan leik. Í dag þekkja tugir þúsunda Íslendinga hann - þar með talið börn og unglingar.
Fjölmiðlar, er ábyrgð ykkar á þessari auglýsingu engin?
Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 23:03
Þar sem að Mogginn var svo hugulsamur að benda mér á þennan Rapelay leik (leikur og concept sem ég vissi ekki að væri til á netinu fyrr en Mogginn benti á það) , þá getur maður einmitt farið á google og skoðað þetta fyrirtæki sem framleiðir leikinn, Illusion.
Það hefur gert nokkra magnaða leiki í gegnum tíðina, og ber fyrst að nefna leikinn Battle Raper sem kom út 2002 og framhaldið Battle Raper 2 sem kom seinna.
Þannig að nú getum við þakkað mogganum kærlega fyrir að koma okkur á bragðið á áður óséðri tegund af leikjum.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 10:39
Já, en það að fjölmiðlanir skuli ekki nefna alla hina leikina eftir sama framleiðanda er fremur undarlegt... Eða nei, það er fullkomlega eðlilegt ef markmiðið er að koma höggi á IsTorrent! Mér finnst þetta frábær fréttamennska, það má ekki verja Torrent.is samfélagið án þess að því sé klínt á mann að maður sé að verja leikinn! Alltaf kemur mér það jafn mikið á óvart hve sumt fólk er einfalt.
Gunnsteinn Þórisson, 26.5.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.