Drauma ráðherrar

Þetta eru mínir draumaráðherrar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þorgerður Katrín: Erfitt að hafa hana ekki, ætlaði að strika hana út en kaus utankjörfundar, hún er FH-ingur og það fyrirgef ég ekki.
Árni Matt: Góður og skemmtilegur karl, galli að hann er FH-ingur
Illugi Hrollur Gunnarsson: Fyrrverandi kommi sem þroskaðist og er nú framtíðarleiðtogi Sjálfstæðismanna. Treysti þessum peyja í hvað sem er.
Guðfinna Bjarnadóttir: Yrði góður ráðherra.
Bjarni Ben: Eðal Garðbæingur eins og félagi minn Kanzlarinn myndi orða það, framtíðarleiðtogi
Björn Bjarnason: Okkar langbesti ráðherra.
Siggi Kári: Siggi er einn sá flottasti á þingi. 

Ekki ráðherrar í mínum huga:

Geir H Haarde: Fer eitthvað í taugarnar á mér, kannski það hafi áhrif hver er formaður SUS
Gulli Þór: Félagi Gulli er Liverpool maður og það er synd sem ég fyrirgef ekki
Árni Johnsen: Já nei nei bara eitthvað allt annað en hann.
Sturla Böðvarsson: Þarf eitthvað að rökstyðja þetta nánar.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram eftir hádegi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Gulli, Guðfinna, Illugi og Jóhanna Sigurðar komast öll inn verð ég að segja að allar mínar mótsagnarkenndu kröfur hafi verið uppfylltar í einni ríkisstjórn.

 Satt að segja líst mér ákaflega illa á svo gott sem alla aðra stjórnmálamenn á landinu en þessa þrjá einstaklinga.

G. H. (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

þú ert óborganlegur.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 21.5.2007 kl. 21:08

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Elsku Tobba ef að þú værir á þingi þá værir þú klárlega á þessum lista. Ef að ég gerði lista yfir fallegustu borgarfulltrúana þá værir þú ein á þeim lista

Kjartan Vídó, 21.5.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband